Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 79
HÚN AVAKA
77
Því næst lét Iiann beita liestunum fyrir kerru sína og ók frá Mikla-
garði til Efesusborgar. Þá gekk allur lýður til móts við liinn guð-
hrædda keisara og fylgdi honum til hellisins. Þegar hinir helgu
menn sáu keisarann koma, geisluðu ásjónur þeirra eins og sól. En
er keisarinn sá þessa dýrlinga Guðs, féll Iiann fram á ásjónu sína
og tilbað þá. Því næst féll hann um háls þeirra, kyssti þá tárfellandi
og mælti:
„Þegar ég lít yður, þykir mér sem ég sjái Lazarus upprisinn frá
dauðum".
En Maximiamus tók þannig til orða:
„Vita skaltu, guðhræddi keisari, að almáttugur Guð hefur til
einskis annars vakið oss upp frá dauðum áður en hinn mikla upp-
risudag ber að hendi, — en til þess að þú fast og öruggt trúir því,
að til sé upprisa alls holds. Því að eins og barnið lifir í skauti móður
sinnar og veit ekki af sér þannig höfum vér hvílt hér og legið í
skauti jarðarinnar þennan langa tíma, meðvitundarlausir".
Þá er hinn helgi maður liafði þetta mælt, hnigu þeir í allra aug-
sýn aftur til jarðar og sofnuðu í annað sinn eftir Guðs vilja, sofa
enn í dag og munu sofa allt til efsta dags.
Theódósíus keisari faðmaði og kyssti hina helgu menn enn einu
sinni, grátandi heitum tárum. Því næst lét hann gera þeim silfur-
slegnar kistur og leggja þá í þær.
En um nóttina vitruðust hinir helgu menn honum og mæltu:
„Eins og vér allt til þessa höfum fegið í jarðarinnar skauti, meðan
Drottni þóknaðist, þannig munum vér framvegis sofa, þangað til
Guð vekur oss upp á efsta degi“.
Þegar keisarinn hafði heyrt þetta, lét hann hlaða gullnum stein-
um fyrir hellismynnið og boð út ganga um alla veröld, að hver sem
nú framar efaðist um upprisu alls holds, skyldi rækur úr söfnuði
kristinna manna.
V.
Þá er lokið þessum skýringum á heiti daganna. Sagan af sjösof-
endum hefir verið eign kynslóðanna, enginn veit hve lengi. Yfir-
leitt er saga þeirra svipuð meðal þjóðanna. Þó ber sumstaðar da-
Htið á milli, eins og t. d. hvort þeir hafi verið bræður eða vinir,
hversu lengi þeir hafi sofið o. s. frv. Þetta er ein þeirra helgisagna,