Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 196
194
HÚNAVAKA
og Magnús, bróðir lians, og keyptu þá jörð er hún var föl. En 1946
losnaði Eyjarkot úr ábúð, sem er 1/4 hluti Syðri-Eyjar-torfunnar,
og hóf Arni þar búskap og keypti síðar þessa jörð. Árni kvæntist
9. nóvember 1946 Lilju Heiðbjörtu Halldórsdóttur frá Hólma í
Skagahreppi, hinni mestu dugnaðar- og ráðdeildarkonu. Þau hjón
eignuðust þrjá sonu: Daníel, kvæntur Guðrúnu Svansdóttur; Hall-
dór Hlífar, sjómaður, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, og Braga Sigur-
geir, búfræðing frá Hvanneyri, er dvelst með móður sinni. Frá 8
ára aldri ólst upp með þeim hjónum Sólveig Guðmundsdóttir, gift
Oskari Jónssyni, bónda, Skipagerði í Vestur-Landeyjum. — Þau hjón
voru atorkusöm í búskapnum og höfðu hug á því að bjarga sér,
enda voru nú uppgangstímar. Árni ræktaði mikið, byggði penings-
hús og hlöðu 1960, og íbúðarhús í stað hinnar gömlu baðstofu, er
var orðin hrörleg. Er myndarlegt heim að líta í Eyjarkoti. Árni var
einn þeirra, er var sívinnandi og góðvirkur, því að þar fór saman
vandvirkni og verklagni. Enda var afurðagóður hans lifandi pening-
ur og ræktunin gagnsöm. Þá hafði hann hneigð til veiðiskapar og
sjósóknar. Reri hann stundum og stundaði hrognkelsaveiðar á vorin.
Árni var maður vel gefinn og jafnlyndur, hafði prúða framgöngu,
en hlédrægur og hélt sér eigi fram til mannaforráða. Hann og kona
hans höfðu afrekað miklu í Eyjarkoti. Allt var orðið nýtt um J)á
hluti, sem mannshöndinni er lagið. Mátti segja, að fá ár nyti Árni
Danielsson verka sinna, er hann féll frá á bezta aldursskeiði.
Þorbjörg Halldórsdóttir frá Réttarholti í Hcöfðahreppi andaðist
30. júní á H.A.H. — Hún var fædd 7. maí 1885 á Bergsstöðum í Svart-
árdal. Foreldrar: Halldór Tryggvi Halldórsson og kona hans, Ingi-
björg Bjarnadóttir, er voru í húsmennsku hjá sr. Stefáni M. Jónssyni
á Bergsstöðum og síðan hjá honum á Auðkúlu. Ólst Þorbjörg Hall-
dórsdóttir upp með foreldrum sínum, en frá 10 ára aldri var hún
á Syðri-Ey hjá Birni Árnasyni og konu hans, Þóreyju Jónsdóttur,
og fór síðan á Kvennaskólann á Blcjnduósi. Enda bar Þorbjög Hall-
dórsdóttir ávallt með sér gott uppeldi og mikla reglusemi í húshaldi
öllu. Þótt eigi væru háreistir salir í hennar ranni, kom það eigi að
sök, því að sá glæsibragur er snyrtimennska gaf og hagsýni innan-
bæjar, er kom fólki í gott skap, ásamt hlýju og hógværu viðmóti,
fylgdi henni.
Þorbjörg giftist 15. júlí 1916 Jóni Sölvasyni, er andaðist 17. ágúst