Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 197
HÚNAVAKA
195
1969. Þau hjón bjuggu lengst af í Réttarholti, er hefur verið nyrzta
býlið undir Spákonufellshöfða. Er þar oft harðviðrasamt og snjó-
þungt. En þó var iðjagrænt tún þar og blómagarður fallegur við
bæinn.
Þau hjón voru dugandi fólk og hagsýn og hlutirnir fóru eigi í súg-
inn hjá þeim. Þorbjörg var söngelsk og bókhneigð og unni kveðskap.
Hún mátti oft leggja mikið á sig, er maður hennar varð að dvelja
að heiman. Þau hjón fluttust á Ellideild Héraðshælisins á Blöndu-
ósi 1958. Var til þeirra gott að koma og sá ánægjublær yfir herbergi
þeirra, þrunginn lífsgleði, sem alls staðar er eigi að finna.
Barna þeirra er getið í Húnavöku 1970.
Ingibjörg Jónsdóttir, Tungu, Blönduósi, andaðist 15. jtilí á H.A.
H. — Hún var fædd 8. júlí 1889 á Miðgili í Langadal, Engihlíðar-
hreppi. Foreldrar: Jón Sigurðsson, bóndi á Balaskarði og kona hans,
Guðný Pálsdóttir, hreppstjóra frá Syðri-Ey. Jón, faðir Ingibjargar,
var sonur Sigurðar Sigurðssonar, smiðs, og Ingibjargar Jónsdóttur,
er voru Þingeyingar. Fluttu frá Undirvegg í Kelduhverfi vestur í
Húnaþing.
Ingibjörg Jónsdóttir ólst upp á Balaskarði með foreldrum sínum
í hinum stóra systkinahópi, en 14 voru þau systkinin og var hún
næst elzt þeirra að árum. Varð hún því snemma að liði á heimili
sínu, enda bráðger og þrekmikil að upplagi og falleg kona yfirlitum,
er hún komst á manndómsár. Ung fór hún á Kvennaskólann á
Blönduósi og síðan á saumaverkstæði í Reykjavík, er þá var tízka,
svo að húsmæður gætu komið ull í fat og saumað úr því, er ofið
hafði verið heima fyrir. Þá dvaldi hún á Akureyri um árabil, á heim-
ili Ottó Thulinius, kaupmanns, er var merkisheimili. Var Ingibjörg
þannig vel búin að menntun og hæfileikum til þess að stofna sitt
eigið heimili og átti næga skynsemi og gáfur til þess, að láta það
fara vel úr hendi, er lífið hafði upp á að bjóða og una glöð við sitt.
Árið 1919, 12. júní, giftist hún Finni Guðmundssyni, bónda í
Skrapatungu í Laxárdal. Þau hjón eignuðust þessi börn:
Guðný, gift Kristni Jóhannssyni, hafnarverði, Höfðakaupstað;
Kristín, skrifstofustúlka á Blönduósi; Elísabet, gift Sigvalda Torfa-
syni, bifreiðarstjóra; Ottó, trésmiður. Öll eru þessi systkin búsett á
Blönduósi. — Þá ólst upp með þeim hjónum að miklu leyti Margrét
Jónsdóttir, gift Karli Árnasyni, bónda í Víkum á Skaga.