Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 221
HÚNAVAKA
219
húsið brann eigi að fullu, en það
brann mjög að innanverðu og
konan brenndist nokkuð. —
Slökkvilið bæjarins kom líka
fljótt á staðinn.
Nokkrar breytingar urðu á
skipastól bæjarbúa: — Bjarni
Helgason seldi m/b Stíganda til
Bolungarvíkur, keypti síðan
trillubátinn Jóhönnu Fddvík og
lét smíða upp, svo að úr varð
Jrilfarsbátur.
M/b Auðbjörg var seld til
Kópavogs.
Þá var vélbáturinn Bliki
keyptur frá Reykjavík, hann er
15 tonn. Kaupendur: ísleifur
Haraldsson og Sigurður Bjarna-
son, ungir sjómenn hér. Heitir
báturinn nú Sæbjörn.
H.f. Skagstrendingur leitaði
fyrir sér um kaup á öðru skipi á
árinu og jafnframt var hlutafé
hans aukið. Brugðust bæjarbúar
vel við því og komu frá þeim 3
milljónir, en þo milljón frá h.f.
Hólanesi. í nóvember fóru utan
til að skoða skip í Noregi, er voru
til sölu, þeir Karl Berndsen, vél-
smiður, og maður frá Fiskveiði-
sjóði íslands. Fengu þeir auga-
stað á skipinu Skrolsvik í Hard-
stad í Norður-Noregi, sem er ný-
tízkuskip, 2 ára gamalt, ætlað til
tog-, línu- og netaveiða. Allan
afla skal ísa og verka í plastkassa.
Þá er það búið hinum beztu sigl-
ingatækjum og ágætum vistar-
verum fyrir skipverja. Var síðan
gengið frá kaupum á Jressu skipi
í Reykjavík og Harstad af fram-
kvæmdastjóra Skagstrendings,
Sveini Ingólfssyni og form. fé-
lagsstjórnar, Jóni Jónssyni.
Kaupverðið var 32 milljónir. Það
eru 223 rúmlestir samkv, nýjum
reglum um mælingu skipa.
Meðal þeirra, sem fóru utan
til að sækja skipið, voru: Sveinn
Ingólfsson, skipstjórinn Guðjón
E. Sigtryggsson, vélstjórinn Jón
Helgason og Jóhann Baldvins-
son, vélstjóri, er liefur siglt með
Norðmönnum og verið búsettur
meðal þeirra. Skipið kom í
heimahöfn á Skagaströnd um lág-
nættið aðfaranótt 28. desember.
Var margt manna á hafnarból-
verkinu að fagna Örvari HU-14,
en Jrað er hið nýja heiti skipsins,
þó stirt væri veðrið. — Ræður
fluttu: Þorfinnur Bjarnason,
sveitarstjóri, sr. Pétur Þ. Ingjalds-
son, prófastur, Jón Jónsson,
formaður félagsins, en Kristján
Hjartarson flutti ljóð til skips-
ins.
Hafnarmál: Gert var við lönd-
unarbryggjuna. Bólverk endur-
nýjað, reknir niður staurar og
steypt nýtt dekk á bryggjuna.
Viðgerð fór fram á bólverki milli
löndunarbryggju og bátabryggju.
Var endurnýjað planið, er áður
var af timbri gjört, en var nú
steypt.