Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 78
76
HÚNAVAKA
„Hvernig eigum vér að trúa því“, sagði hershöfðinginn, „að faðir
þinn liafi átt þessa peninga, þar sem yfirskriftin ber með sér, að þeir
séu slegnir fyrir meira en 370 árum síðan, á ofanverðum dögum
Desiusar keisara? Hvernig getur það átt sér stað, að svo langt sé síðan
foreldrar þínir lifðu? Þú ert þorpari, ungi maður, og ættir að
skammast þín fyrir, að þú gabbar dómara og yfirvöld Efesusborgar“.
Markus féll angistarfullur á kné og mælti:
„Fyrir Guðs sakir svarið einni spurningu, og skal ég þá segja allt,
sem mér býr í skapi. Hvað er orðið af Desíusi keisara, sem í gærdag
ríkti í þessari borg?“
Þá svaraði biskupinn:
„Son minn! Nú sem stendur heitir enginn keisari í víðri veröld
svo, en í fyrndinni var keisari einn, sem Desius liét“.
Þá mælti unglingurinn Malkus:
„Hvað stoðar mig, þó að ég mótmæli ykkur? Þið trúið mér ekki
hvort heldur er. Komið með mér til fjallsins Selion. Þar skildi ég
við félaga mína í lielli nokkrum, hver veit, nema þið trúið þeim.
Svo mikið er víst, að við flýðum til fjallsins, af því að við vorum
liræddir við Desius. Og í gærdag sá ég hann með mínum eigin
augum lialda innreið í Efesusborg“.
Þegar biskupinn heyrði þetta, gerðist hann hugsandi og mælti
síðan:
„Fyrir ungling þennan hefur ef til vill borið guðlega sýn, og má
vera, að Drottinn vilji fyrir hann birta oss vilja sinn. Látum oss
fara með honum“.
Biskupinn og hershöfðinginn fóru þá með Malkusi og margt annað
fólk. Þegar þeir komu til fjallsins Selion, gekk Malkus fyrstur inn
í hellinn. Fylgdi biskupinn honum og sá hann, að á eitthvað blikaði
milli steinanna í hinum gamla múr. Tók liann það upp og sá, að
jiað var handrit, innsiglað tveimur gullnum innsiglum. Hann
stefndi þá fólkinu saman, lauk bókinni upp, svo að allir sáu, og
las hana upp með skýrri raust. Þannig var gátan ráðin, Malkus rétt-
lættur og kraftaverkið opinberað. Féll allt fólk á kné og lofaði
Drottin.
Biskupinn og hershöfðinginn sendu menn til Miklagarðs og
beiddu keisarann sem fljótast að fara til Efesus, svo að hann með
eigin augum gæti séð Guðs dásemdarverk.
Þegar keisarinn hafði lesið bréfið, stóð hann upp og lofaði Guð.