Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 60
58
H Ú NAVA KA
niður, eru þær oft skrípaleikur. Til þess að fyrirbyggja misskilning,
þá tek ég fram, að sanri vandinn steðjar að um aðra fastráðna ríkis-
starfsmenn. Því að við þá er ekki hægt að losna, þótt óhæfir reynist.
Á þessu þarf að verða breyting almennt. Við þurfum að geta sagt
upp starfsmanni, sem óhæfur reynist, og einnig prestum. Prest-
kosningum til framdráttar liefir verið talinn fyrst og fremst réttur
safnaðar til þess að velja og hafna, sem er lofsvert út af fyrir sig, en
tvíeggjað. Ég vil láta yfirmann kirkjunnar, biskupinn, skipa presta,
að fengnum meðmælum viðkomandi prófasts, og færa skipunarvald-
ið þannig alveg til kirkjunnar. Ef vilji er fyrir hendi, má koma
þessu við með venjurétti sinátt og smátt, þannig að þeir tímar komi,
að þessu marki verði náð. Það á fyrst að afnema prestskosningar og
leita til prófastsins og biskupsins um meðmæli.
Þannig mundi lífsmögnuð kirkja fara að, en þá þarl hún að vera
fjárhagslega sjálfstæð og þá er ég komin að kjarna málsins. Það er,
að aukið sjálfstæði kirkjunnar fæst ekkinemameðauknu fjárhagslegu
sjálfstæði, þannig að hún verði óháð ríkisvaldinu um ráðstöfun á fjár-
munum sínum, þar á meðal að launa presta sína og aðra starfsmenn.
Á sínum tírna liirti konungsvaldið allar eigur kirkjunnar, svo að
þessum eignum verður að skila í einhverri mynd, t. d. þannig, að
kirkjunni verði tryggð framvegis sama hlutdeild í ríkistekjunum
og hún hefir haft undanfarna áratugi. Þetta er tiltölulega einfalt
reikningsdæmi. — Þá fengi kirkjan ráðstöfunarrétt á fjármunum til
þess að launa presta og aðra starfsmenn kirkjunnar, — ákveðna
upphæð, sem ekkert væri verið að rífast út af. Þetta væri hluti kirkj-
unnar, framlag ríkisins til ríkiskirkjunnar, greitt mánaðarlega inn
á reikning hennar til frjálsrar ráðstöfunar. Með auknum fólks-
fjölda, og þar af leiðandi hækkandi fjárlögum hækkuðu framlögin
sjálfkrafa, þannig að fjölga mætti prestum og (iðru starfsliði eða
auka starf kirkjunnar. Og umfram allt, kirkjan verður raunhæfari
í starfi sínu. Ég held, að þá muni varla koma fram krafa að sinni
um nýjan biskupsstól á Hólum, þegar það tekur nú biskupinn yfir
íslandi jafn margar klukkustundir að komast norður í Skagafjörð
og það tók Jón Ögmundsson vikur. Það liefði varla verið byggður
prestsbústaður við Bólstaðarhlíð, heldur prestakallið lagt niður og
launin notuð til þess að bæta kjör þeirra tveggja presta, sem fyrir
eru í sýslunni og verða nú að þjóna embættinu, aðeins á hálfum
launum. Kirkjunnar nrenn fengju meiri fjárhagslega ábyrgðartil-