Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 199
HÚNAVAKA
197
býlið undir Spákonufellshiií'ða. Byggt við rætur hinnar miklu
hamrabríkur og byggðu þau nýjan bæ, er stóð til skamms tíma. Síðar
fluttu þau í Sæmundsensbúð á Skagaströnd og byggðu sér hús er
þeirra hagur fór batnandi, Garð, sem eigi er fjær Spákonufellshcifða.
Þau hjón eignuðust Ifi biirn, sem eru þessi:
Guðbjörg Sigríður Jóhanna, gilt Benedikt Jónssyni, lnisgagnabólstr-
ara; Hartmann, giftur Önnu Guðmundsdóttur. Eru þessi systkini bú-
sett í Reykjavík. Elín, gift Jósepi Stefánssyni, smið, Sauðárkróki;
Guðmundur, kvæntur Soffíu Lárusdóttur; Hrefna, ógift; Páll, skóla-
vcirður, kvæntur Gestheiði Jónsdóttur. Þessi systkini eru búsett í
Höfðakaupstað. Þorleifur, bóndi í Hvammi í Svartárdal, kvæntur
Þóru Sigurðardóttur; Guðjón, sjómaður, kvæntur Magneu Jónsdóit-
nr; Birna, gift Sveini Jónssyni. Eru þessi systkini búsett í Höfnum í
Gullbringusýslu. Guðrún, gift Tómasi Earden, búsett í Vesturheimi.
Önduð eru: Þorbergur Gísli, ókvæntur, drukknaði 11. maí 1953;
Guðjón, er dó fimm ára gamall, og 3 börn er dóu fárra daga gömul.
Með þeim hjónum, Helgu og Jóhannesi, ólust upp tvö dótturbörn,
synir Guðbjargar Sigríðar: Guðlaugur Oskarsson, sjómaður í Grinda-
vík, kvæntur Sigrúnu Ágústsdóttur, og Gunnar Ægir Einarsson, lög-
regluþjónn í Kópavogi, kvæntur Önnu Benónýsdóttur.
Dagsverk þeirra hjóna var bæði langt og strangt, en jrau voru
óbuguð er ég kynntist þeim á efri árum. Helga var dugmikil kona
og átti þá skaphöfn og orku, sem eins og ekkert gæti bugað. Ein-
kennilegur léttleiki í hreyfingum, reisn og glæsileiki einkenndi hana
alla tíð. Þrifnaður og fágun innanhúss sem utan var ríkjandi á heim-
ili þeirra hjóna og ávallt átti hún fagurt blóm í glugga — blóm, er
breiddi blöð sín móti birtu og yl. Helga var söngvin, eins og hún
átti kyn til og söng um árabil í kirkjukór Hólaneskirkju, enda var
hún kirkjurækin. Þá starfaði hún um langt árabil í kvenfélaginu
Einingin í Höfðakaupstað.
Langri lífsferð var lokið á haustdögum, er Helga Þorbergsdóttir
var borin til moldar og maður hennar, Jóhannes Pálsson, kvaddi
konu sína, ásamt börnum þeirra, í Spákonufellskirkjugarði.
Séra Pétur Þ. Ingjaldsson.