Húnavaka - 01.05.1978, Qupperneq 82
cSO
HÚN AVA K A
og þeirrar fegurðar og unaðar, sem hann gat hugsað sér sannasta og
hreinasta.
Hann gekk þungum skrefum frá bænum og niður að gamla og
hrörlega bænhúsinu, sem umgirt var litlum helgum bletti, er geymdi
jarðneskar leifar íbúanna, sem lilað höfðu og dáið í Dal og Sandvík,
þessu litla ogeinangraða byggðarlagi. Þama voru grafir ástvina hans
og margra annarra. Fyrr um vorið, liafði liann smíðað þrjá krossa úr
góðum rekaviði og skorið í þá nöfn foreldra sinna og sonar síns, sem
hrapað hafði í björgunum út með Sandvík. Björgin höfðu krafizt
sinna fórna. I>að mátti ekki minna vera en liann hlynnti vel að þess-
um bletti, er geymdi ástvini lians, það myndi enginn verða til þess í
framtíðinni. Hann horfði um stund á litlu ljósu krossana á leiðun-
um, og aftur kom sektarkenndin fram í huga Iians. Svo sneri hann
sér snöggt við og gekk út úr garðinum, hann Jnirfti að kveðja fleiri
staði. Eftir að hafa bundið vel aftur hliðið af gömlum vana, gekk
liann niður að ánni, meðfram lágum bakka hennar og staðnæmdist
við og við og hlustaði á nið hennar. Var ekki árniðurinn eitthvað
iiðruvísi ntina en vanalega? Hann vissi Jiað vel, að allt var öðruvísi
nú en nokkurn tíma áður. I>ar sem áin sameinaðist hafinu, hvarí
niðurinn og ósinn var óvenjidega lygn og hljóður, sem oftast var svo
straummikill og ókyrr. Hér hafði hann átt mörg sporin, er hann var
drengur, og hér höfðu börnin hans leikið sér, átt sín litlu bú og
einnig sína stóru drauma- Hann gekk út fjöruna og út að gamla báta-
naustinu sínu. I>ar tyllti liann sér á rótarhnyðju við hliðina á báta-
vindunni, horfði út yfir lygnan fjörðinn. I>að var daufblá móða út
með björgunum, og liann gat greint klið hinna mörgu Jmsunda íbúa
þeirra, sem voru á stöðugum þönum til og frá, syllu af syllu.
Þarna útfrá hafði oft verið gaman, er verið var ,,á bjargi,“ og
margir samankomnir. Samt hvíldi dökkur skuggi yfir Jjessum stað,
eftir að sonur hans fórst J>ar, og þangað hafði hann aldrei stigið fæti
sínum eftir J>að atvik.
Sólin var að koma upp að nýju og gulrauð birta hennar litaði
fjallatoppana umhverfis dalinn upp af Sandvík, og ennþá sat gamli
bóndinn djúpt sokkinn í hugsanir sínar og gamlar minningar.
Skyndilega hrökk hann upp. Hvað gat verið á floti ]>arna skammt
frá landi? Hann stcökk ósjálfrátt af stað og óð út í sjóinn, og náði taki
á sívölum rekaviðardrumb, sem maraði í sjónum. Með erfiðismun-
um tókst honum að koma drumbnum upp í sandinn og náði svo í