Húnavaka - 01.05.1978, Síða 128
126
H U N AVA K A
— 1865, við verkið. Dregið var grjót á sleðum til byggingarinnar yfir
Hópið á ís og sótt vestur í svokölluð Ásbjarnarnesbjörg, sem er frek
vika til sjávar og var því síðar ekið á kerrum er uxar drógu 8 km.
veg. Höfðu uxarnir verið skaflajárnaðir í því skyni. Var kirkjunni
valinn staður á hæð í allmikilli fjarlægð frá ganrla kirkjustæðinu
í norðvestur frá bænum og má sjá kirkjuna víða úr sjö hreppum
sýslunnar.
Þeir er unnu að kirkjubyggingunni voru allir þekktir iðnaðar-
menn, er fengist höfðu við margar merkar byggingar á þeirri tíð.
Eins og áður er sagt var allmiklum erfiðleikum bundið að viða að
efni til kirkjubyggingarinnar. Einkum var erfitt að aíla efnis er-
lendis frá, vegna erfiðra samgangira og stóð bygging kirkjunnar af
þeim sökum lengur yfir en skyldi og varð einnig kostnaðarsamari.
Þjóðhátíðarárið 1874 var kirkjubyggingin það vel á veg komin, að
þjóðhátíð Húnvetninga var haldin í kirkjunni, að vísu ófullgerðri,
en þá höfðu veggir liennar verið að mestu hlaðnir. Má geta þess að
hátíðin hófst með því, að hleypt var 12 skotum úr fallstykki, er lengi
var til á Þingeyrum.
Kirkjubyggingin varð allkostnaðarsöm, eins og áður er getið og
varð byggingarkostnaðuiinn kr. 16 þús. í sjóði átti kirkjan kr. 6 þús.
en sjálfur lagði Ásgeir Einarsson fram kr. 10 þús. þrátt fyrir það að
sagt var, að hann hafi 7 sinnum orðið sauðlaus meðan kirkjan var í
smíðum. Voru þetta eigi litlar upphæðir, ef miðað er við núverandi
verðgildi.
Ásgeir Einarsson var Strandamaður að ætt og uppruna, sonur F.in-
ars Jónssonar, dannebrogsmanns í Kollafjarðarnesi, er þótti á langri
ævi fyrir öðrum bændum Jrar um slóðir. Á efri árum hans og eftir
lát hans árið 1845, bjó Ásgeir á Kollafjarðarnesi um 20 ára skeið.
Kom hann mjög við sögu félags- og menningarmála á Jressum árum,
var lengi þingmaður Strandamanna og sat Þjóðfundinn 1851, af
Jreirra hálfu. Hann var mikill stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar
innan Jrings og utan. Síðar fluttist hann að Ásbjarnarnesi og að Þing-
eyrum vorið 1860, eftir lát Runólfs Magnúsar Ólsens alþm. og klaust-
urhaldara, er þar hafði búið um 10 ára skeið, en hann og Ásgeir voru
svilar. Ásgeiri Einarssyni er þannig lýst, að hann hafi verið stórbrot-
inn framkvæmdamaður, búhöldur mikill og auðsæll, sem faðir hans.
Hann var 1. Jringmaður Húnvetninga á árunurn 1875—1879 og lét
mjög að sér kveða á Alþingi. Kona hans var Guðlaug dóttir Jóns