Húnavaka - 01.05.1983, Page 12
10
HÚNAVAKA
Merkur bóndi í Húnaþingi sagði eitt sinn, að þegar hannyrði fyrir óhöþþum og
andstreymi, hugsaði hann til allra þeirra mörgu sem hefðu það svo mikið verra en
hann og liði margfalt verr. Þá scei hann hversu sín vandamál vœru lítilmótleg og
smá.
Við íslendingar eigum einir fagurt, hreint og heilnœml land og gjöful fiskimið.
Við erum frjáls og sjálfstœð þjóð, vel menntuð með góða lífsafkomu. Ættum við
ekki í meira mœli að tileinka okkur lífssþeki húnvetnska bóndans og hugsa til
margra annarra þjóða, sem búa við takmarkað frelsi og bágborin lífskjör. Þeirra
sem jafnvel þurfa að flýja heimili sín og föðurland slyþþir og snauðir. Gœti það
ekki minnt okkur á að einblína ekki um of á eigin vandamál eins og þau séu þau
einu íheimi hér. Heldur líta aðeins kringum okkur og gleðjast með 'óðrum þegarvel
gengur og beina góðum hugsunum til annarra sem við eigum samskiþti við eða
samleið með. Mundi þjóðin ekkiyfirstíga marga erfiðleika á auðveldari hátt með
slíku lífsviðhorfi? Og nú verður hver að svara fyrir sig.
Það þarf ekki að fara nema röska hálfa öld aftur í tímann tilþess að komast að
raun um að lífskjör fólksins í Húnaþingi voru allt önnur og erfiðari en þau eru í
dag. Þá voru víðast hvar lágreistir torfbœir, griþahús úr torfi, engar hlöður, túmn
þýfð og orfið og hrífan einu heyskaþartœkin. Þá voru svo til engir lagðir vegir, fáar
brýr, engir bílar, engar dráttarvélar, ekki sími, ekki útvarþ og ekkert rafmagn. Þá
var víða matur og fatnaður af skornum skammti, sem sé fátœkt. Hver vildi hverfa
aftur til þess tíma? Ættum við ekki í raun og veru að vera glöð og ánœgð meðþær
miklu framfarir sem orðið hafa? Þegar hugsað er til þess fólks sem bjó við þessa
erfiðleika, œttum við ekki þá aðfinna hversu okkar vandi er í raun og veru smár og
œtli að vera auðleystur með tœkni og þekkingu nútímans. Eða er það hugarfars-
breyting ein sem getur leyst okkar vanda?
Því ekki að hugsa til alls þess sem við höfum, þess góða og gjöfula héraðs sem
við búum í og þeirra miklu möguleika sem eru framundan. Senda neikvœða
hugarfarið, þrotlausa gagnrýni og óánœgju með samtíðina út á sextugt djúþ.
Tileinka okkur jákvœð lífsviðhorf húnvetnska bóndans — bera sólskinið í bœinn.
Húnavaka þakkar samskiþti á liðnu ári og óskar lesendum sínum og héraðs-
búum öllum góðs og gjöfuls sumars.
Stefán A. Jónsson.