Húnavaka - 01.05.1983, Page 19
HÚNAVAKA
17
Þar sem vegamálastjóri hafði ekki gefið vilyrði fyrir nema tiltölu-
lega litlum rikisstyrk næsta sumar, ákvað stjórnin að láta ekki vinna að
vegalagningunni nema að vorinu þetta ár. Hún taldi ráðlegast að fá
Friðrik Halldórsson í Miðhúsum fyrir verkstjóra og fela honum að
ráða allt að 20 menn og hesta, og kaupa áhöld eftir þörfum.
Einnig var gengið frá frumvarpi til samþvkktar um vegalagning-
una. í því var gert ráð fyrir að jafna gjaldinu til vegarins niður á alla
landeigendur á vegasvæðinu eftir virðingarverði lands þeirra ásamt
jarðabótum síðustu 10 ára.
í næstu fundargerð segir orðrétt: „Fimmtudaginn 20. febrúar 1919
var að Auðkúlu lagður fundur til að ræða um hina fyrirhuguðu ak-
brautarlagningu frá Blönduósi um Torfalækjar- og Svinavatnshrepp
að Guðlaugsstöðum og Svínadalsá. Mættir voru 22 búendur úr
Svínavatnshreppi og Jónatan Líndal bóndi á Holtastöðum eigandi
Litla-Búrfells og Holtastaðareits. Úr Torfalækjarhreppi voru mættir:
Jón Stefánsson bóndi á Kagaðarhóli, Sigurgeir Björnsson bóndi á
Orrastöðum og Páll Jónsson bóndi í Sauðanesi.“
Af fundarsókninni má sjá að mikill áhugi hefur verið á málinu
meðal bænda. Það mætti mikið standa til nú á dögum svo að fundir
haldnir um hávetur væru jafnvel sóttir, þótt nú séu allt aðrar og betri
aðstæður til ferðalaga.
Jón í Stóradal reifaði málið og lagði fram bréf frá Geir Zoéga
vegamálastjóra, ásamt uppdrætti af Svínavatns- og Torfalækjar-
hreppi eins og þeir höfðu verið mældir af herforingjaráðinu danska og
var hin fyrirhugaða braut dregin á uppdráttinn.
Allir eigendur jarða, sem mættir voru á fundinum, kváðust fúsir til
þess að leggja til vegastæði og leyfa efnistöku án endurgjalds, að því
leyti sem vegurinn lægi ekki um tún.
Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að breidd vegarins yrði 2,4
stikur. í bréfi vegamálastjóra gerir hann ráð fyrir að komið geti til
mála að hafa veginn aðeins 2 stikur á breidd með útskotum með 1/2
rastar millibili, þar sem mætast megi með vagnhesta. Eftir nokkrar
umræður var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að fallast á
tveggja stika breidd með útskotum, ef vegamálastjóri mæli svo fyrir.
Til sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu var lögð fram beiðni um
að hún breytti legu sýsluvegarins frá Blönduósi fram Bakása og
Svínavatnshrepp. Gamli sýsluvegurinn lá fram með Blöndu um
Svarthamar, Holtastaðareit og Gunnfríðarstaði. Þaðan lá hann upp á
2