Húnavaka - 01.05.1983, Side 22
20
HÚNAVAKA
Torfalækjarhrepp austan við túnin á Sauðanesi og Smyrlabergi, en
vestan Kagaðarhóls, austan Hafratjarnar og svo suður Svínavatns-
hrepp vestan Tinda, austan Sólheima að Guðlaugsstöðum.
Frá Tindum sé sýsluvegur vestur fyrir norðvesturenda Svínavatns
og suður með Svínavatni að vestan austur fyrir Svínadalsá. Jafnframt
því að sýsluvegur þessi verður nothæfur, fellur úr tölu sýsluvega sam-
hliða sýsluvegur frá Blönduósi að Sólheimum. (Hér mun vera átt við
hinn forna reiðveg fram með Blöndu).
Sýslunefndin tekst á hendur ábyrgð á framlögum tii sýsluvega-
gjörðar frá Blönduósi um Torfalækjarhrepp og Svínavatnshrepp á
móti styrk þeim, er landssjóður kann að leggja til hennar samkvæmt
því sem reglugerð frá 3. janúar 1916 gerir ráð fyrir.“
Tillögur þessar voru samþykktar í einu hljóði.
Fjárhagsnefnd sýslunefndar hafði til meðferðar beiðni um
fjárframlag til vegarins. Nefndin gaf veginum nafnið SVÍNVETN-
INGABRAUT og lagði til að veittar yrðu 1500 kr. úr sýslusjóði til
hans þetta ár og var það samþykkt.
Erfiðlega gekk að fá leyfi hlutaðeigandi (lóðarhafa) á Blönduósi til
að leggja veginn yfir tún þeirra og engjar. Um síðir náðist samkomulag
við hreppsnefnd Blönduóshrepps með þeim skilyrðum að félagið
kostaði efni í þríþætta girðingu, beggja megin vegarins, með 7 faðma
bili milli staura, yfir Klifamýrina, ásamt efni í tvö hlið til að loka
veginum. Uppsetningu girðingarinnar skyldi hreppsnefndin kosta.
Af reikningum ársins 1919 má sjá að í þessa girðingu hafa farið 140
staurar á 294 kr. og 27 gaddavírshnotur á 716,85 kr. eða efni fyrir alls
1010,85 kr. Þetta er talsverð upphæð, þegar þess er gætt að niður-
jafnað gjald til félagsins þetta ár var aðeins 1561,20 kr.
Hæsta gjaldið á jörð var á Svínavatni 73,20 kr., fimm jarðir eru með
60-70 kr., en lægst er Þröm með 14,40 kr.
Þetta ár komst vegurinn, að mestu frágenginn, upp að melhorninu
sunnan við Klifamýrina, þó mun hafa verið eftir að mölbera nokkurn
hluta leiðarinnar. Miklum erfiðleikum var bundið að gera þennan
fyrsta áfanga, foræði mikið og vatnselgur. Ein þverrennan (ræsi) var 7
álnir að dýpt við læknistúnið. Alls voru gerðar á þessum fyrsta kafla 3
þverrennur, 2,5 stikur að breidd og hafið 1-1,9 stikur.
Meðaldagkaup verkamanna var 8,13 kr. fyrir 10 stunda vinnu, en
verkstjórinn hafði 10 kr. Verkstjóri var Friðrik Halldórsson frá Mið-