Húnavaka - 01.05.1983, Page 23
HÚNAVAKA
21
húsum. Keypt voru í allt 67 hestadagsverk og kostaði hvert 75 aura.
Þetta fyrsta reikningsár 1919 eru niðurstöður aðalreiknings 9890,26
kr., þar í er lán frá reikningshaldara Jóni í Stóradal 2804,02 kr. Hann
hefur því þurft að fjármagna fyrirtækið að tæpum þriðja hluta. Af
reynslu þessa fyrsta árs félagsins mun engum hafa verið það jafn Ijóst
og formanni hversu tæpur fjárhagurinn var. Það þyrfti að fást mun
meira fjármagn ef halda ætti áfram vegagerðinni með viðunandi
hraða. Þrátt fyrir þessa erfiðleika í upphafi, bólar aldrei á uppgjöf né
svartsýni hjá formanni eða meðstjórnendum.
Formaður, Jón í Stóradal, vann að því á Alþingi að fá staðfesta nýja
vegalöggjöf fyrir sveitarfélög, sem heimilaði hærri gjaldtöku til vega
og næði til fleiri þátta, svo sem vinnuframlags og leyfði gjaldtöku á
lausafé. Einnig sá stjórnin fram á að erfitt gæti orðið að innheimta
gjöld til félagins, sem ekki væru staðfest með lögum.
Sumir bændur töldu sig eiga rétt á afslætti af gjöldunum vegna
fjarlægðar býla sinna frá veginum og hafði innheimta hjá þeim gengið
treglega.
A fundi að Stóradal 1. apríl 1920 ræðir stjórnin þessi vandamál og
hvernig skuli bregðast við. Akveður hún að leggja á næsta aðalfundi
nýja samþykkt fyrir félagsmenn og fá hana síðan staðfesta af sýslu-
nefnd Austur-Húnavatnssýslu og Stjórnarráði íslands.
Tveimur dögum síðar, 3. apríl, var aðalfundurinn haldinn í Sól-
heimum. Þar var nýja samþykktin um Svínvetningabraut lögð fyrir
fundinn. Hún var sniðin eftir lögum frá Alþingi staðfestum 11. sept-
ember 1919, sem heimiluðu sveitum og sýslum að gera samþykktir um
sýslu- og hreppavegi. Miklar umræður urðu um málið, en einkum 3.
grein frumvarpsins, sem var um gjaldtökuna. Þar voru uppi skiptar
skoðanir og komu fram 3 breytingatillögur og var ein þeirra samþykkt.
Einnig komu fram 3 viðaukatillögur og voru tvær þeirra samþykktar.
Frumvarpið með áorðnum breytingum var samþykkt í einu hljóði.
Fundurinn sendi sýslunefnd langt og ítarlegt bréf með frumvarpinu
og óskar eftir að sýslunefndin samþykki það „helst efnisbreytinga-
laust“. Sýslunefndin brást vel við og veitti samþykki sitt á aðalfundi.
Skömmu síðar, föstudaginn 28. maí 1920 boðar sýslunefndarmaður
Svínavatnshrepps til fundar að Sólheimum til þess „að ræða og taka
ályktun um frumvarp til samþykktar um sýsluveginn Svínvetninga-
braut, er samþykkt var á síðasta sýslufundi Austur-Húnavatnssýslu“.
Eftir nokkrar umræður var frumvarpið samþykkt að viðhöfðu