Húnavaka - 01.05.1983, Page 27
HÚNAVAKA
25
Félagsmenn lána vaxtalaust
til vegarins
Arlega var samin skýrsla og færð inn í gerðabók, sem enn er varð-
veitt og er hún yfirleitt með góðri rithönd og læsilega skrifuð.
Þar má fá glöggar heimildir um búskap á félagssvæðinu þau 30 ár,
sem félagið starfaði. I skýrslunum sést landverð jarða, fjöldi nautgripa,
kinda og hrossa og álögð dagsverk. Þetta er síðan reiknað út hjá
hverjum félagsmanni samkvæmt 3. grein laganna. Allir heimilismenn
á viðkomandi býlum eru skattlagðir, þótt búfjáreign sé aðeins eitt
hross eða ein ær.
Árið 1920 voru gjaldendur til félagsins 147 og jafnað var niður
2797,76 kr. Þess ber þó að geta að af þeim er 41 gjaldandi á Blönduósi
og gjalda þeir aðeins 75 krónur til félagsins.
Samkvæmt fyrstu skýrslunni, sem nær yfir alla gjaldstofnana og er
frá 1920 var bústofninn á félagssvæðinu þessi:
Nautgripir Kindur Hross
I Svínavatnshreppi voru 112 4702 698
I Torfalækjarhreppi voru1 .... 24 1404 235
I Blönduóshreppi voru 20 309 87
Samtals 156 6415 1020
1 Þeim hluta, sem var á félagssvæði Svínvetningabrautar.
Miklar sveiflur voru á bústofni bænda á þessum árum og þar með
þeim tekjum félagsins, sem jafnað var niður á félagsmenn. Veturinn
1920 var fádæma harður og snjóþungur, svo að hey gáfust upp og
margir komust í heyþrot og misstu af bústofni sínum. Fækkaði því
bústofninum 1921 ogvar hann þá, 131 nautgripur, 5563 kindur og 853
hross. Gjöld félagsmanna þetta ár voru 2391 króna. Fjárhagur bænda
fór versnandi og erfiðlega gekk að innheimta vegagjöldin og árið 1922
var helmingur gjaldanna óinnheimtur.
Sparlega var haldið á fé félagsins. Sem dæmi um það má nefna að á
aðalfundi 1921 er felld með 13 atkvæðum gegn 11, tillaga um að
félagið kosti fjölritun á samþykktinni, um sýsluveginn Svínvetninga-
braut, til útbýtingar meðal félagsmanna.