Húnavaka - 01.05.1983, Page 28
26
HÚNAVAKA
Á fjölmennum fundi 1922 kom fram þessi tillaga: „Viðstaddir
fundarmenn, sem land hafa til umráða við brautina lofa að láta
ókeypis haga handa ökuhestum félagsins, þó með því skilyrði að ráða
því hvar í landinu hestarnir eru hafðir“. Tveir fundarmanna neituðu
þessu, einn „gaf ekki atkvæði“, en aðrir viðstaddir samþykktu þetta.
Á sýslufundi 20. mars 1922 voru gerðar breytingar á samþykkt um
sýsluveginn Svínvetningabraut og voru þær síðan samþykktar á
aukafundi í Sólheimum 17. apríl sama ár. Þessar breytingar voru:
1. Aftan við fyrstu grein bætist: Og ennfremur frá túninu á Reykj-
um ofan á hliðarbrautina við Svínavatn.
2. I 3. grein breytist stafliður a: Fyrir 1% komi 3/4%.
3. Einnig við 3. grein staflið c: Fyrir 12 kr. komi 6 kr.
4. Enn breyting við 3. grein. Á undan siðustu málsgrein komi:
Eigandi Reykja og heimilismenn þar greiði aðeins hálft gjald
samkvæmt þessari grein og eigandi Köldukinnar og heimilis-
menn þar 3/4 gjalda, en heimilismenn i Marðarnúpsseli fullt
gjald eftir stafliðum b og c.
í skýrslu verkstjóra fyrir árið 1922 segir, að á árinu hafi verið lagðir
5,6 km af vegi. Haldið hafi verið áfram frá austanverðum Ásamótum,
7,9 km frá Blöndubrú, og nú næði lagður vegur allt suður og niður af
Tindabæ. Mölbornir voru 5,5 km og á veginum voru gerðar 14 þver-
rennur, 2 með timburloki, en flestar með steyptu loki.
Á aðalfundinum 18. apríl 1923 eru miklar umræður um fjárhags-
horfur félagsins og þau markmið sem stefna þarf að til þess að koma
veginum áfram. Jónas B. Bjarnason í Litladal bauðst til að lána
félaginu 5000 kr. vaxtalaust, ef haldið yrði áfram með sama hraða og
verið hafði og stefnt að því á næstu tveimur árum að koma veginum að
Sólheimum og vestur að Svínadalsá. Nokkur lán höfðu áður verið
tekin hjá einstaklingum. Guðmundur Hannesson háskólakennari, frá
Eiðsstöðum, lánaði félaginu 4800 kr., Jón Hróbjartsson Gunnfríðar-
stöðum 900 kr., Jóhannes Helgason Svínavatni 1000 kr., Lárus Jóns-
son á Laugarvatni 1500 kr og Jón Jónsson Stóradal 1600 kr. Þetta ár
voru skuldir félagsins orðnar 11.327 kr.
Ýmsar blikur eru á lofti um fjármögnun til vegarins, þegar stjórn
ræðir þessi mál á fundi 21. febrúar 1924. Þar skuldbinda stjórnarmenn
sig „hver fyrir sig til að lána 20 dagsverk eða 100 kr í veginn í vor
vaxtalaust árlangt, með það fyrir augum að aðrir bændur á svæðinu