Húnavaka - 01.05.1983, Síða 33
HÚNAVAKA
31
frá 1919 er heimilað að gjöra samþykktir um akfæra sýslu- og
hreppavegi. Það er því sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu, sem að
fengnu áliti og tillögum vegamálastjóra, hefir sett og samþykkt frum-
varpið til samþykktarinnar frá 12. október 1920 um sýsluveginn
Svínvetningabraut á undan Svínvetningabrautarfélaginu og hefir
látið bera frumvarpið undir það til samþykktar.
Það er sýslunefndin sjálf, sem hefir ákveðið að veginn skuli leggja
svo ört sem hægt sé að fá menn til lagningarinnar og ákveðið að
helmingur kostnaðar við lagninguna, að svo miklu leyti, sem hann
fáist ekki greiddur úr ríkissjóði, skuli greiddur úr sýslusjóði og hefir með
því skuldbundið sig til þess að leggjafram úr sjóðnum nægilegt fé móti notendum
vegarins til þess, þegar á þurfi að halda.
Það er loks sjálf sýslunefndin, sem eftir fyrirmælum laga nr. 38 frá
1919, 5. greinar, hefir sett ákvæðið í samþykktina um stjórn vega-
málsins og falið hana að öllu leyti stjórn Svínvetningabrautarfélags-
ins, án þess að áskilja sjálfri se'ryfirstjórn þess að nokkru leyti.
Til þessara ráðstafana hafði sýslunefndin að áliti réttarins fulla
heimild, og eigi verður séð að þær komi í bága við grundvallarreglur
nokkurra laga. Að sýslunefndin hafi svift sjálfa sig fjárforræði með
þessum ákvörðunum fær rétturinn heldur ekki séð, hitt vœri sönnu nœr, að
hún svifti sig fjárforraði, ef hún gengi einhliða frá samþykkt þeirri, sem hún hefir
sjálf sett og samþykkt.
Það verður heldur eigi álitið að sýslunefndin með samþykkt sam-
þvkktarinnar hafi bundið sýslufélaginu þann bagga, er það fái eigi
undir risið, þegar þess er gætt að áskilið er í samþykktinni að notendur
vegarins, sem eru aðeins lítill hluti sýslufélagsins, leggi fram fé móti
sýslusjóðnum, og sýslunefndin hefir vald til þess að leggja á þessa sömu
menn sama gjald til sýslusjóðsins eins og aðra sýslubúa.
Hins vegar virðist áhugi og fómfýsi notenda vegarins bera vott um nauðsyn hans
og gagnsemi fyrir hlutaðeigandi sveitir og þá allt sýslufélagið í heild sinni.
Rétturinn verður því að vera þeirrar skoðunar, að samþykktin frá
12. október 1920 komi ekki í bága við grundvallarreglur nokkurra laga
og að Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið hafi ekki gengið út fyrir
valdsvið sitt í staðfestingu hennar, þar sem ennfremur verður að líta
svo á að samþykkt samkvæmt lögunum nr. 38 frá 1919 verði eigi felld
úr gildi af sýslunefnd einhliða sbr. 2. málsgrein 4. greinar laganna og
sú ákvörðun sýslunefndarinnar á aðalfundi 1924 að fella samþykktina
úr gildi sé því markleysa, þar sem hún náði ekki samþykki Svínvetn-