Húnavaka - 01.05.1983, Page 34
32
HÚNAVAKA
ingabrautarfélagsins og staðfestingu Atvinnu- og samgöngumála-
ráðuneytisins, verður að líta svo á, að samþykktin se' enn í fullu gildi og er þá
ekki hœgt að taka neina af kröfum stefnanda til greina.
Af samþykktinni má sjá að gengið hefir verið út frá því, að úr
ríkissjóði fengist eitthvað af kostnaðinum við vegalagninguna, en í
henni er ekkert, sem bendir til þess, að það hafi verið forsenda af
sýslunefndarinnar hálfu að ákveðinn hluti af kostnaðinum fengist
þaðan, enda er því mótmælt af stefndum og sönnur hafa ekki verið á
það færðar af stefnanda.
Eftir þessum úrslitum verður stefnandi að greiða stefndum máls-
kostnað og þykir hann hæfilega ákveðinn 200 kr.
Því dæmist rétt vera: Stefndir Jón Jónsson, Páll Hannesson, Jó-
hannes Helgason, Jóhann Guðmundsson og Jón Stefánsson f.h. Svín-
vetningabrautarfélagsins eiga að vera sýknir af kröfum stefnandans,
Boga sýslumanns Brynjólfssonar f.h. sýslunefndar Austur-Húna-
vatnssýslu vegna sýslusjóðs téðrar sýslu í þessu máli, en stefnandi að
greiða stefndum 200 kr. málskostnað innan þriggja sólarhringa frá
lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum.
Á sýslufundi 21. apríl 1926 flutti sýslunefndarmaður Svínavatns-
hrepps svohljóðandi tillögu:
„Sýslunefndin ákveður að áfrýja ekki til hæstaréttar, dómi gesta-
réttar Reykjavíkur 17. mars þ.á. í máli sýslunefndar gegn stjórn Svín-
vetningabrautarfélagsins.“
Þá kom fram eftirfarandi rökstudd dagskrá:
„Með því að oddviti sýslunefndar hefir þegar áfrýjað til hæstaréttar
máli sýslunefndar gegn stjórn Svínvetningabrautarfélagsins, sam-
kvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar, tekur fundurinn fyrir næsta mál
á dagskrá.“
Dagskráin var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2, að viðhöfðu
nafnakalli og hin tillagan kom því ekki til atkvæða.
í framhaldi af þessu samþykkti sýslunefndin:
„Fundurinn samþykkir að kjósa 3 menn til að gera tilraunir um
samkomulag í máli sýslunefndar gegn stjórn Svínvetningabrautarfé-
lagsins.“
Kosnir voru í þessa nefnd: Jón Pálmason, Jónas Björnsson og Björn
Árnason.
Nokkrum dögum seinna eða 26. apríl var haldinn aðalfundur fé-
lagsins að Sólheimum. Þar skýrði formaður frá dómnum og síðan frá