Húnavaka - 01.05.1983, Page 37
HÚNAVAKA
35
kostaði nýjan veg uppi á bökkunum í stað þess, sem verið væri að
eyðileggja.
Ekki er að sjá að skjótt hafi verið brugðið við af hálfu rafveitu-
stjórnar. Miklar umræður urðu og fundahöld um málið áður en sam-
komulag náðist. Rafveitan virðist hafa sloppið við skaðabætur, en
sýslusjóður lagt fram fé til vegarins.
Það mun hafa verið haustið 1927 sem byrjað var á að leggja veg frá
Mosfellslæk og fram í Vatnsvík. Þá var tíð góð og unnið fram á vetur.
Verkstjóri var Agnar Þorláksson. Kaup var 50 aurar á tímann, en var
lækkað um veturnætur í 45 aura. Þá var enginn kaffitími, en unnið 10
tíma á dag. Lokið mun hafa verið að mölbera þennan vegarkafla árið
1930. Jafnframt var ruddur vegur undir vatnsbökkunum frá Orra-
staðahliði fram að Mosfellslæk (gerður kerrufær). Þessi vegur var
illfær þegar hátt var í Svínavatni vegna vatnsgangs. Stundum var svo
djúpt að það flaut upp í hestakerrur, sem þá voru mest notaðar við
flutning úr kaupstað. Erfiðlega gekk að fá veginn lagðan uppi á
vatnsbökkunum og voru. Svíndælingar orðnir þreyttir á slæmu vega-
sambandi. Þessi vegur var ófær megin hluta ársins og alltaf að nokkru
leyti undir vatni.
Til þess að þrýsta á framkvæmdir, fóru tveir menn úr Svínadal, á
eigin ábyrgð, einn vordag, sennilega árið 1936, út að stíflu og tóku
allar lokur úr henni og hentu í Laxá. Þetta var gert í algjöru leyfisleysi,
án vitundar rafveitunnar og stjórnar vegafélagsins, enda urðu út af
þessu kærur og málaferli, sem enduðu þó þannig að mennirnir sluppu
við skaðabætur og dóm, því að sæst var á málið.
Tvímælalaust herti þetta á úrbótum í vegamálum Svíndælinga og
var vegurinn lagður uppi á bökkunum, frá Bótarlæk að Mosfellslæk
árið 1939.
Mæðiveikin barst hingað 1936. Til þess að bæta mönnum tjónið að
nokkru, var veitt aukið fé til vegaframkvæmda, sem jafnað var niður í
dagsverk, eftir því hversu tjónið hafði orðið mikið hjá einstökum
bændum. Gátu bændur svo unnið sína dagsverkatölu og fengið laun
fyrir. Stórum hluta af þessu fé var veitt í umræddan veg. Til dæmis
unnu menn úr Ás-, Sveinsstaða- og Torfalækjarhreppum í honum.