Húnavaka - 01.05.1983, Síða 38
36
HÚNAVAKA
Lagningu brautarinnar lokið á 20 árum
Síðasti stjórnarfundurinn, sem Jón Jónsson i Stóradal setur er
haldinn 30. október 1939, því að hann andaðist 14. desember 1939.
Hann var formaður félagsins frá stofnun þess, samfleytt í 20 ár og
sýndi í því starfi fádæma fórnfýsi og áhuga fyrir framgangi vega-
málsins. Oft var þungur róður að ná málum fram og má segja að Jón
hafi þurft að berjast á þrennum vigstöðvum, heima í félaginu, í
sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu, en þar átti hann setu og einnig á
Alþingi eftir að hann var kjörinn þingmaður.
Aldrei verður vart bölsýni né vonleysis á framgang félagsins, þótt
vissulega væri stundum þungt fyrir fæti. Fé lá ekki á lausu hjá bænd-
um né öðrum þegnum þessa þjóðfélags, sökum harðinda og kreppu
sem gekk yfir á þessum árum. Helst er að sjá að mótbyrinn hafi kennt
þeim sem með stjórn félagsins fóru að leggjast þvi fastar á árar, sem
mótbyrinn var meiri og gekk stjórnin jafnan á undan einhuga og
markvisst.
Þessi 20 ár voru með Jóni í Stóradal, samfellt í stjórn sömu menn-
irnir. Þeir voru: Jóhann Guðmundsson Holti, Páll Hannesson Guð-
laugsstöðum, Jón Stefánsson Kagaðarhóli og Jóhannes Helgason
Svínavatni.
Á aðalfundargerðinni 7. maí 1939 má skynja að breytingar eru í
aðsigi hjá formanni, því að hann lítur yfir farinn veg og metur stöð-
una. Hann lagði fram „mjög fróðlega skýrslu yfir framlög frá hverju
einstöku heimili til vegarins allt frá byrjun. Sýndi sú skýrsla að vega-
gjaldið var allþung byrði á hlutaðeigandi gjaldendum.“
Nú var verið að ljúka við lagningu brautarinnar. Aðeins var eftir að
leggja um 100 m í Blöndudal og brúa Guðlaugsstaðalækinn. Vegurinn
var orðinn 40 km langur og kostnaður félagsins við brautina var
kominn í 160 þús. krónur. Enn var samt eftir að mölbera mikið
einkum í Blöndudal.
Á félaginu hvíldi 30 þús. króna skuld, svo að vaxtabyrði var mikil.
í stjórn félagsins á aðalfundi 1940 var kjörinn Jakob Sigurjónsson,
en við formannsstöðunni tók Jóhann Guðmundsson Holti og gegndi
hann henni í fjögur ár. Þá var kjörinn formaður, Þorleifur Ingvarsson
Sólheimum og var hann formaður þar til félagið hætti eiginlegri
starfsemi árið 1950. Á þessum síðustu árum félagsins voru í stjórn þess
auk formanns: Jakob Sigurjónsson, Jón Stefánsson, Páll Hannesson og
Björn Pálsson.