Húnavaka - 01.05.1983, Page 47
DVRMUNDUR ÓLAFSSON, Reykjavík:
Það var gestkvæmt
við þjóðbraut
— Viðtal við Kristínu frá Hnausum 90 ára —
Kristín Pálmadóttir var húsmóöir i Hnausum í 52 ár samfleytt. Maður hennar,
Sveinbjörn, var sonur hjónanna Jakobs Þorsteinssonar frá Grund í Svínadal og
Sveinsinu Sveinbjömsdóttur prests í Árnesi á Ströndum. Sveinbjörn andaðist 24.
október 1958, 79 ára gamall. Kristín og Sveinbjörn áttu sex börn og eru fimm þeirra á
lífi: Guðrún, Leifur, Jakob, Jórunn Sigríður og Svava Sveinsína.
— Hvar ertufœdd Kristín?
— Ég er fædd í Hvammi í Langadal 10. apríl 1889, en fluttist
þaðan á fyrsta ári með foreldrum mínum að Vesturá á Laxárdal og
ólst þar upp. Móðir mín hét Jórunn Sveinsdóttir, ættuð úr Skagafirði,
frá Starrastöðum. Faðir minn var Pálmi Erlendsson, Húnvetningur að
ætt, sonarsonur Guðmundar á Móbergi, þess sem Móbergsætt er
kennd við.
— Var Laxárdalur allur í byggð þá?
— Já það var hvert býli setið og sums staðar tvíbýli. Þá voru
kröfurnar ekki eins miklar og nú, enda mjög erfitt að fá jarðnæði. Ég
man eftir því að á okkar heimili kom það fyrir að húsnæðislaus hjón
báðu foreldra mína að lofa sér að vera yfir veturinn. Þau fluttu svo um
vorið til Reykjavíkur. Seinna kom svo umkomulaus ekkja með tvær
dætur og vissi ekki hvað hún átti að gera af sér, bað mömmu í Guðs
bænum að taka sig. Þau gerðu það, en reyndar fylgdi henni aðeins
önnur stúlkan, hin lenti á góðu heimili á næsta bæ og var alin þar upp.
Seinna giftist þessi ekkja ágætismanni þarna úr dalnum, og settust
þau að á Blönduósi.
— Voru ekki oft mikil vetrarharðindi?
— Jú það var allt á kafi í snjó, og veturnir langir. En þegar snjóa