Húnavaka - 01.05.1983, Síða 51
HÚNAVAKA
49
Stefánsson og Friðrikka móðir hans. Húsakynni voru þar góð og
fengum við góðar viðtökur, kjötsúpu með spikfeitu sauðakjöti, og tóku
allir vel til matar síns. Þá var ekki verið að hræða fólk á feita kjötinu.
Ekki man ég hvað gistingin kostaði og maturinn, en hver borgaði fyrir
sig.
Við sváfum vel um nóttina, en klukkan að ganga sex um morguninn
heyrðum við blásið í póstlúðurinn, og var það merki þess að við
skyldum búast til brottferðar. Eftir stutta stund voru allir komnir á
fætur, og var þá búið að bera á borð, kaffi og brauð. Jón póstur var
hress í máli og sagðist vona að allir væru ferðafærir. Húsfreyja hvatti
okkur mjög að borða vel, því að nú væri Holtavörðuheiði framundan,
og hefði hún reynst mörgum drjúg.
Taumarnir voru bundnir upp á töskuhestunum og þeir röltu af stað
áleiðis til heiðarinnar, og var auðséð að þeir vissu hvert þeir áttu að
fara. Við riðum svo á eftir og létum stíga liðugt upp heiðarsporðinn.
Færðin smáþyngdist þegar upp á heiðina kom, og þá varð að fara
hægar vegna hestanna. Jóni var mjög annt um hesta sína og sagði að
best væri að láta þá ráða ferðinni, vissi af langri reynslu hvað mátti
bjóða þeim. Allt gekk þetta vel og loks sáum við norður af heiðinni.
Næsti áfangi var Staður í Hrútafirði, þar sem sunnan- og norðan-
póstar mættust, og var þar endastöð hjá þeim. Norðanpóstur var
Sigurjón Sumarliðason, landskunnur póstur á sinni tíð.
Á Stað í Hrútafirði var prestssetur, og var sr. Eiríkur Gíslason
prestur þar. Nú stóð þannig á þegar við komum að Stað, að þangað
voru komin brúðhjón til vígslu. Skipti það engum togum að við vorum
drifin í bæinn, því það vantaði alveg söngfólk til þess að syngja
brúðarsálmana, einnig vantaði organista. Margrét Pétursdóttir var
sett að orgelinu, en okkur hinum var stillt upp þar hjá. Fór svo
athöfnin fram eins og til stóð, og fengum við mikið lof fyrir sönginn.
Brúðhjónin sem gefin voru saman þarna, hétu Vilhjálmur Péturs-
son frá Stóru-Borg í Víðidal og Halldóra Nikulásdóttir frá Másstöðum
við Akranes, en hún hafði verið ljósmóðir í Þorkelshólshreppi um
tveggja ára skeið. Vilhjálmur var bróðir Margrétar, sem fyrr er nefnd.
Ungu hjónin fluttu svo til Kanada stuttu síðar. Þegar giftingin var
afstaðin, var borinn matur á borð og gott kaffi á eftir, og þá vorum við
fær í flestan sjó.
Pósturinn vildi komast af stað eftir að hestarnir höfðu hvílst og
fengið hey og vatn eins og þeir vildu. Nú varð ég að skipta um hest og
4