Húnavaka - 01.05.1983, Qupperneq 61
HÚNAVAKA
59
með penna, en Jón var prýðilega ritfær, tæki hann á því, og skrifaði á
gamals aldri skemmtileg og sérstæð sendibréf.
Kirkjubæjarhjón eignuðust fjórar dætur og komust allar upp og eru
á lífi. Elst er Gunnfríður listakona, myndhöggvari í Reykjavík, næst er
Jóninna, gift Eggert Sölvasyni, fyrrum óðalsbónda á Skúfum í Norð-
urárdal, nú búsett í Reykjavík, meðal barna þeirra er Halldóra, náms-
stjóri húsmæðraskólanna, þriðja er Þóra skáldkona, gift Jóhanni Fr.
Guðmundssyni, kaupmanni á Siglufirði, síðar á Seyðisfirði, nú í
Reykjavík. Fjórða dóttirin Einara saumakennari, gift Hirti Krist-
mundssyni, skólastjóra í Reykjavík. Allar hafa þær systur borið gott
vitni ætt sinni og uppruna.
Vorið 1920 var kalt og snjóamikið og mörgum erfitt. Þá voru þau
Kirkjubæjarhjón þreytt orðin á erli og striti búskaparins, tekin mjög
að reskjast og dætur þeirra að heiman farnar. Þau drógu saman seglin
og fluttu að Skúfum til dóttur sinnar og tengdasonar og byggðu þar
yfir sig, bjuggu þó áfram á nokkrum hluta Kirkjubæjar, þar til þau,
vorið 1928, fluttu til Siglufjarðar til Þóru, dóttur sinnar, og manns
hennar.
Ekki settust þau í helgan stein. Bæði voru óvön iðjuleysi og það var
þeim hvimleitt mjög. Unnið var meðan verk fékkst, Halldóra sat
löngum við tóskap eins og í gamla daga og stytti sér stundir við hann
til hins siðasta, meðan hún gat uppi setið og verki valdið. Jón lést á
Siglufirði 12. október 1935.
Bæði voru þau Kirkjubæjarhjón börn hins gamla tíma. Þau bjuggu
við rótfastar erfðavenjur, þær bestu úr fari genginna kynslóða og lifðu
þó það, að sjá nýja tímann halda innreið sína með öllum þeim breyt-
ingum og byltingabramli er honum fylgdi. Þau voru börn íslenskra
sveita og unnu engu eða fáu meir en gróðri þeirra og önn í andlegum
og veraldlegum skilningi. Þar hefðu þau helst kosið að bera beinin og
hvílast að lokum. Þess varð þeim ekki auðið. En þó þau létust sitt á
hvoru landshorni og Halldóra lifði mann sinn í meira en tuttugu ár í
skjóli Þóru, dóttur sinnar, fá þó bein þeirra að hvíla saman í vígðum
reit látinna manna. Hún hafði eins og Bergþóra hlakkað til að hvíla sig
af dagsins þreytu við hlið bónda síns. Dætur hennar létu flytja móður
sína til Siglufjarðar og jarða þar við hlið föður þeirra, þar sem mjúk og
létt moldin skýlir þeim.
Skrifað i desember 1957.