Húnavaka - 01.05.1983, Page 62
RAGNHEIÐUR BLÖNDAL, Brúsastöðum:
Irlandsferð
íjúní1981
Ferö þessi var ein af árlegum ferðum til nágrannalandanna,
sem Búnaðarfélag Islands efnir til.
Ég býst við að flestum sem ekki hafa áður ferðast nema innanlands
finnist það skrítin tilfinning að vera allt í einu komin upp í 150 manna
farþegaflugvél, sem flýgur í mörg þúsund feta hæð og stefnir á haf út.
Að baki er ísland, eyjan nyrst i höfum, þar sem maður hefur slitið
skónum til þessa. Að visu er ferðinni ekki heitið mjög langt. Ætlunin
er að heimsækja Irlendinga nágranna okkar. Ekki voru þessir tveir
tímar í vélinni lengi að líða, elskulegar flugfreyjur báru fram léttan
mat og ljúfar veigar, auk þess hafði verið verslað í frihöfninni á
leiðinni. Allir höfðu þvi nóg að hressa sig á og glatt var á hjalla. Ekkert
skorti nema helst útsýni, það sást ekkert nema skýjaþykkni. Eftir um
það bil tvo tíma lækkaði vélin flugið, fór þá að grisja gegnum skýja-
slæðurnar í skógivaxið land, sem virtist skiftast í reiti. Lent var í
Dublin í regnúða og logni.
Óðar og stigið var á írska grund fann maður hlýju í lofti, en heima
var svalt og sveljandi á norðan. Nú urðum við að seinka klukkunni um
tvo tíma.
Flugstöðin var geysistór og iðaði af fólki talandi á framandi tungu,
ef frá er skilinn hópurinn okkar. Eftir töluverða töf þarna, einkum við
að skifta ensku pundunum sem við fengum í Reykjavík i írskan
gjaldmiðil, var sest upp í rúturnar þrjár, sem biðu fyrir utan og lagt af
stað í vesturátt. Þrir fararstjórar voru með í ferðinni, þeir Agnar
Guðnason, Magnús Sigsteinsson og Sigurður Sigmundsson, einn í
hverri rútu.
Vegir þarna eru allir malbikaðir og ekið eftir laufgöngum, þó ekki
þéttari en það að víðast sá i gegn, grænar lendur blöstu við og eins og