Húnavaka - 01.05.1983, Page 64
62
HÚNAVAKA
fyrsta áfanga. Er það nokkuð stór kaupstaður eða lítil borg á vestur-
ströndinni. Ekið var til Flannerys hótels og við beðin að biða í rútun-
um eftir fyrirmælum. Síðan komu fararstjórarnir og lásu upp nöfn
okkar og hvar hverjum væri ætlaður staður. Þorði maður ekki annað
en hripa niður á blað: Þriðja hæð, herbergi 311.
Þetta er þriggja stjörnu hótel, mjög vistleg herbergi með baði, síma
og jafnvel litasjónvarpi, sem lítið voru notuð, en það var yndislegt að
fara í bað og slappa aðeins af og hafa fataskifti, áður en farið var niður
í sal að borða ágætan kvöldverð, sem reyndist vera steikt lamb með alls
konar káli og cherry trifle í ábæti.
Eftir morgunverð daginn eftir, fórum við að skoða bændabýli. John
Managan hét írskur bóndi sem sýndi okkur gripahús sín, en gripirnir
voru úti i haga. Húsin voru hin myndarlegustu, en karlinn var búra-
legur i gúmmistigvélum og með pipu, og vildi fúslega fræða okkur um
hvernig hann æli upp holdanaut sín og fé, en Agnar túlkaði. Þarna er
ekki samvinnufélag eða sölusamtök, og verða bændur jafnvel að semja
sjálfir við kjötkaupmennina og aðra. Gripum er oft slátrað eftir
hendinni að húsabaki og selt ferskt til neytenda.
Næst komum við á kúabú, þar var fjós yfir um 70 kýr sem að
sjálfsögðu voru á beit víðsfjarri. Þarna var um 2000 lítra tankur fyrir
mjólk, átta kýr mjólkaðar i einu, hjarðgöngufjós, frekar þrifalegt, en
okkur fannst við hefðum nú ekki þurft til írlands til að sjá annað eins.
Svirasverir bolar voru í girðingu þarna rétt hjá, miklar skepnur og
vel holdfylltar. Einnig mjög vinaleg folaldshryssa stór og mikil, sem
tók vel klappi og spjalli þó að íslenska væri. Agnar lofaði upp i ermina
sína, ætlaði að sýna okkur snjóhvítar fjallakindur (Mountain sheep)
en þær sáust hvergi.
Þegar við komum heim um kvöldið að loknum góðum kvöldmat fór
fram athöfn í sal til að mannskapurinn kynntist betur. Allir gengu
fram og kynntu sig, og síðan var söngur og gleðskapur fram eftir kvöldi
áður en farið var að sofa. Samt drifum við okkur á fætur klukkan átta
morguninn eftir og fórum með töskurnar niður. Brátt skyldi haldið
suður á bóginn, en þarna vorum við um miðbik landsins. Ætlunin var
að versla helst í Dublin síðasta daginn til þess að auka ekki farangur-
inn, en verðið var svo hagstætt að við gátum ekki stillt okkur, ég t.d.
keypti þarna sandala á litlu ömmustelpurnar mínar á 2V2 pund hvort
par, en pundið var á 14 kr. íslenskar.
Nú var lagt af stað meðfram vesturströndinni í suðurátt og brátt fór