Húnavaka - 01.05.1983, Side 67
HÚNAVAKA
65
næsta sessunaut, sem tákn friðar og bræðraþels. Súpuna áttum við að
drekka, engin skeið fylgdi. Síðan voru borin fram hrokuð föt full af
léttsöltuðum ljósrauðum svínarifjum og engin hnífapör, við áttum
bara að borða af beinunum, sem við og gerðum. Þar næst kom
nautasteik með öllu mögulegu meðlæti og nú fengum við hnífapör
með tréskafti. Rauðvín var með matnum. Á eftir „desert“ og kaffi. Á
meðan á þessu feikilega borðhaldi stóð lék hljómsveit á sviðinu, hún
samanstóð af fólki á ýmsum aldri, fullorðin kona lék á fiðlu, karl sem
lék á mandolin, strákur með harmonikku og krakkar með flautur.
Síðan spruttu krakkarnir á fætur, dönsuðu og steppuðu ákaflega, fim
og taktföst. Ung stúlka lék að lokum á hörpu.
Úti á hlaðinu var erfitt fyrir rúturnar að snúa við, þvi að fjöldi litilla
bíla var þarna fyrir. Var okkur sagt að kastalinn væri hótel fyrir ríka
útlendinga, sem finnst það eflaust meira spennandi að búa í kastala en
venjulegu hóteli. Þegar við komum svo til baka á hótelið okkar, upp-
hófst þjóðhátíð íslendinga með ræðum, söng og dansi í lokin.
Næst komum við til Cork og nú fór sólin að skína fyrir alvöru og fólk
að fækka fötum. Karlmennirnir fóru á landbúnaðarsýningu, en kon-
urnar í gönguferðir og búðir. Urðum við að gæta okkar að týna ekki
hver annarri í hinum geysistóru verslunum. Eitthvað héldum við
áfram að versla, en kvenfólkið hérna er yfirleitt mjög nett og
fatnaðurinn í verslununum i samræmi við það.
I Cork var hesta- og hestvagnaleiga. Á þessari leið sem við fórum
virðist mikið gert til þess að laða að ferðafólk og að sjálfsögðu græða á
því. Stálpaðir krakkar gættu hestanna og afgreiddu þá sem vildu fá
hest léðan. Agnar sagði okkur að eigendur hestanna dveldu gjarnan á
næstu krá daginn langan og létu krakkana um að annast viðskiptin.
Þarna hímdu svo þessi kláragrey söðlaðir í röðum með hangandi haus,
lítt gæðingslegir að okkur fannst og ekkert freistandi. Einhverjir úr
hópnum brugðu sér samt i hestvagni smáspotta.
Á svo að segja hverju götuhorni, hvar sem maður fór um landið voru
ölkrár þar sem seldur var Guinnesbjór ásamt fleiri tegundum öls og
víns, er hann víst svo til þjóðardrykkur íra, og var yfirleitt þéttsetið og
staðið við barina, bæði af innfæddum, sem stunda krár þessar óspart,
og ekkert síður ferðafólki, sem þyrstir í hitanum. Þetta er svalandi
drykkur og venst furðanlega, þótt ekki þætti mér hann góður fyrst í
stað.
Á leiðinni til Waterford, en það var næsti viðkomustaður, skoðuð-
5