Húnavaka - 01.05.1983, Síða 68
66
HÚNAVAKA
um við enn einn kastala með hásæti, lokrekkjum, drykkjarhornum og
ýmsu eldfornu. Hópurinn skiftist á tvö hótel, North Star og Hotel
Tover, og eins og áður var aðbúnaður allur hinn besti og ákaflega
notalegt eftir langa ferð að koma inn á hin vistlegu herbergi með baði
og stórum speglum, og fríska sig upp áður en gengið er til borðs hlöðnu
ljúffengum mat, án þess að hafa þurft að koma nálægt matreiðslu
hans. Mikið nutum við húsmæðurnar þess.
Um kvöldið var skemmtidagskrá í hótelsal. írskir skemmtikraftar,
börn frá 5-14 ára dönsuðu, steppuðu og sýndu írska þjóðdansa, klædd
svörtum og rauðum stuttpilsum með leggingum, útsaumuðum vest-
um, hvítum skyrtum og með dansskó á hinum pínulitlu fótum,
óskaplega flink og yndisleg.
Feitur íri kynnti, spilað var á hörpu, sekkjapípur og mandolin, en
segja má að þessi hljóðfæri séu táknræn fyrir Ira. Sungið var mikið af
írskum söngvum og síðan skorað á Islendinga að láta ljós sitt skína.
Kona ein úr okkar hópi ættuð frá Eskifirði og vel mælandi á enska
tungu bjargaði heiðri okkar með því að syngja „Alein sat hún við
öskustóna“, eftir Davíð Stefánsson og túlkaði textann fyrir þeim írsku.
Við vorum líka svo heppin að hafa á meðal okkar mann með mjög
þjálfaða og góða söngrödd og stjórnaði hann fjöldasöng á ýmsum
alkunnum íslenskum lögum og tókst furðu vel. Að lokum sungu Irar
þjóðsöng sinn en þá sögðum við stopp. Okkar þjóðsöngur verður ekki
sunginn við svona skilyrði, undirbúningslaust og óæft.
Klukkan var orðin ansi margt þegar þessu var lokið, en ekki fóru
allir strax í háttinn. Út um alla borg eru opnir barir, næturklúbbar,
gleðskapur nægur og nóttin ung.
Eitt af því sem okkur Islendingum kom skrítilega fyrir sjónir var
hvað hér var dimmt á kvöldin, rétt eins og seinnipart vetrar heima, en
nú mundi „nóttlaus voraldar veröld“ ríkja þar og fréttir að heiman
glöddu okkur með því að þar væri nú farið að hlýna og gróa.
Eftir morgunverð í hinum kristalskreytta matsal Toverhótels fórum
við í hinar frægu Waterford verksmiðjur til að sjá uppruna alls þessa
kristals, en framleiðsla hans var sögð leyndarmál. Fylgdumst við með
hvernig kristallinn var blásinn, kældur, skorinn og skreyttur, unz hann
verður að undurfögrum gripum.
Næst fórum við á baðströnd þar sem allt iðaði af lífi. Við urðum
hálfsvöng og fórum inn á koldimman veitingastað til að fá okkur
hamborgara og franskar kartöflur. Okkur hálfbrá við að koma utan úr