Húnavaka - 01.05.1983, Page 70
68
HÚNAVAKA
stansað á dásamlegum stöðum. Þarna fórum við um það sem þeir kalla
fjöll, að vísu þakin skógi upp á efstu brún og sáum við ofan í dalina og
voru allar myndavélar á lofti. Ferðin var tekin rólega og Agnar var
fróður og óspar á að segja okkur allt sem okkur fýsti að vita. Hann var
líka skemmtilegur og hélt uppi söng og húmor alla leiðina út í gegn.
En í Dublin brá okkur í brún eftir hótelin út um landsbyggðina, sem
voru hvert öðru vistlegra, fengum við nú í sjálfri höfuðborginni inni á
risastóru, gömlu brakandi hóteli með skitugum veggjum og litlum
þægindum, en ákváðum að taka þessu með ró, enda ekki um annað að
gera.
Næsti dagur er sunnudagur og við byrjuðum daginn á að skoða
Dublinkastala, geysilega volduga og glæsilega byggingu. Við fórum i
smáhópum um hina endalausu sali og ganga og hlustuðum á sögu
kastalans, sem of langt yrði að rekja, þótt maður myndi eitthvað af
öllum þeim nöfnum og ártölum. Síðan var haldið af stað í dýragarð-
inn, var það töluverð leið en við fórum hana í strætisvagni, tvílyftum
og völdum að sjálfsögðu efri hæðina, en við höfðum ekki átt kost á
slíku fyrr. Dýragarðurinn nær yfir mikið flæmi, og er að hluta úti-
vistarsvæði fyrir borgarbúa, enda úði og grúði af fólki. Þarna voru
fjölskyldurnar að eyða sunnudeginum, fólk með barnavagna, kerrur
og hlaupandi börn á öllum aldri, og enn vakti það athygli okkar hvað
börnin voru sæt og konurnar nettar og grannvaxnar yfirleitt, létt-
klæddar og berfættar, með lakkaðar táneglur og á hælaháum skóm og
krakkarnir sólbrúnir og mörg strípuð, önnur sallafín. Litlar telpur
sáum við sem voru líkastar brúðarmeyjum í drifhvítum síðum
blúndukjólum, með blúnduhúfur og slæður. Ekki er hægt að lýsa í
stuttu máli dýragarðsferðinni sjálfri, en hún var ógleymanleg og með
því eftirminnilegasta af ferðalaginu. Veðrið var yndislegt, logn og 20°
C hiti, blómadýrðin meiri en orð fá lýst. Þarna sáum við dýr úr
frumskógum Afríku og norðan frá íshafi, allt frá kólibrífuglum upp í
skógar- og ísbirni, fíla, ljón og gíraffa á hæð við meðalhús. Hægt hefði
verið að eyða þarna nokkrum dögum og sjá alltaf eitthvað nýtt, en
dagurinn leið og fólkið varð þreytt í fótunum og þyrst af öllu labbinu,
svo við brugðum okkur á kaffiteríu og fengum okkur kaffi og kökur.
Fórum síðan heim í strætisvagni, troðfullum af fólki sem var að tínast
heim úr dýragarðinum og skvaldrið eins og i fuglabjargi, ólíkt
strætisvögnum Reykjavíkur. Um kvöldið var veisla á hótelinu, marg-
réttuð máltíð, en við vorum orðin svo góðu vön að fátt kom á óvart