Húnavaka - 01.05.1983, Side 71
HÚNAVAKA
69
hvað veisluföng snertir. Síðan voru borð tekin upp og dansað lengi
fram eftir.
Síðasti dagurinn á írlandi rennur upp og nú skyldi verslað. Var það
líka óspart gert, enda nóg um verslanir. Við lærðum fljótt að rata um
göturnar í nágrenni hótelsins, en þar voru aðalverslanirnar og því stutt
að fara. Auðvelt var að gera sig skiljanlegan, enskan sem töluð er
þarna er svo auðveld, ef maður kann eitthvert hrafl.
Og hvar sem við fórum mættum við kurteisi og vinsemd, ekki síst er
í ljós kom að við værum íslendingar.
Daginn eftir, þriðjudaginn 23. kvöddum við írland og stigum um
borð í flugvélina, sem beið okkar. Lengst utan úr fjarskanum glytti í
hvítan koll Vatnajökuls, því nú var skyggni gott. Jú, ísland var kyrrt á
sínum stað og við hlökkuðum til að koma heim.
X
REIMLEIKI Á KÚLU
Þó keyrði aldrei um þverbak með reimleikann á Kúlu fvrren seinasta veturinn sem
séra Jón yngri lifði, því þá þóttust bæði heimamenn og afbæjarmenn, stundum jafnt
óskyggnir sem skyggnir, sjá eldri prestinn ganga þar ljósum logum.
Þar í Svinadalnum var húskona ein sem Sesselja hét. Hún var bæði skyggn og skýr,
þar með kunni hún vel fyrir sér til handanna ýmsa tóvinnu og var því víða fengin á
bæjum til vinnu. Þennan sama vetur var hún nokkra stund á Kúlu. Var hún þá einu
sinni að prjóna peysu á dóttur séra Jóns yngra, sem Margrét hét, uppi á baðstofulofti,
en stigagatið var við endann á rúmi því sem Margrét sat á. Fólkið tekur eftir því að
Sesselja horfir um stund ofan i stigagatið og talar ekki orð frá munni, en kafroðnar og
rær fram í gráðið. Fer þá að síga að Margrétu einhver flökurleiki og því næst líður yfir
hana. Sesselja skiptir sér litið af því, en einblínir sem áður ofan í stigagatið. Fara þá
aðrir að stumra yfir Margrétu og einnig er farið eftir vatni ofan til að dreypa á hana.
En meðan verið er að sækja vatnið segir Sesselja að nú muni henni bráöum batna.
Síðan kom sá með vatnið, sem eftir því fór og er þvi dreypt á stúlkuna. Raknar hún þá
skjótt við og hressist. Var þá Sesselja spurð hvers hún hefði orðið vör i stigagatinu fvrst
hún hefði alltaf haft þar augun á. Hún sagði þá frá þvi að hún hefði séð gamla
prestinn koma upp í stigagatið, en við það hefði farið að svifa að Margrétu, svo hefði
hann rétt hendurnar innar að henni úr stigagatinu og þá hefði liðið vfir hana. Þegar
maðurinn fór eftir vatninu hefði presturinn hliðrað sér til i stiganum svo hann hefði
komist ofan hjá honum og á meðan verið var að sækja vatnið hefði hann farið burtu
aftur um það leyti sem hún hefði sagt að Margrétu mundi bráðum batna.
Þjóðsögur J. Á.