Húnavaka - 01.05.1983, Side 72
GRÍMUR GÍSLASON frá Saurbœ:
Aldarafmæli
Búnaðarfélags Áshrepps
Búnaðarfélag Áshrepps var stofnað 21. júní 1882, en þá var haldinn
fvrsti aðalfundur félagsins „sem stofnað var á manntalsþingi síðast-
liðið vor“, eins og þetta er orðað í fundargerðinni. Virðist eftir þessu
orðalagi að félagið hafi raunverulega verið stofnað á manntalsþingi í
Áshreppi árið 1881, þótt ekki sjáist um það neinar heimildir.
Stofnendur félagsins voru 18 bændur í Áshreppi, allir tilgreindir
með nöfnum og heimilisfangi. Þeirra á meðal voru þeir sr. Hjörleifur
Einarsson á Undirfelli og sýslumaður Húnvetninga, Lárus Blöndal á
Kornsá, og undirrituðu þeir fyrstu fundargerðina. Lárus sýslumaður
var á fundinum kosinn fyrsti formaður félagsins, kallaður forseti, sr.
Hjörleifur skrifari og Hannes Þorvarðarson, bóndi á Haukagili fé-
hirðir.
Félagslögin eru í 17 greinum og mjög ýtarleg. Tel ég rétt að tilfæra
2. grein félagslaganna, sem speglar þau sjónarmið, sem bændur í
Vatnsdal höfðu fyrir 100 árum, en hún er svohjóðandi:
„ Það er tilgangur fe'lags þessa að efla framfarir og velmegun búenda í
hreppnum, einkum meðpvíað sle'tta tún, gjöra vörslugarða um rcektaða jörð,
veita vatni á engjar, skera fram afvœtumýrar, plœgja og herfa til gras- og
matjurtarœktar, byggja sáðgarða, taka upp móskurð, auka allan áburð og
hagtéra hann vel, grafa brunna, fœra að grjót til bygginga og byggja
heyhlöður, leggja stund á fjárrækt og kynbœtur. “
Þá var gert að skyldu hverjum félagsmanni, að vinna vissa dags-
verkatölu árlega, einyrkjum 6 dagsverk, en öðrum bændum 12 dags-
verk, nema forföll bönnuðu. Var mjög fast eftir því gengið að þessi
skylduvinna væri unnin.
Árið 1902 voru lög félagsins endursamin og kemur þá fram að
jarðabætur skulu metnar til dagsverka, samkvæmt gildandi reglum.