Húnavaka - 01.05.1983, Page 78
76
HÚNAVAKA
sjálfir mætt. Á þessum fundi mætti ég með umboð frá föður mínum
Gísla í Saurbæ. Svo mikill móður var í mönnum að samþykkt var að
viðhöfðu nafnakalli, með 13 gegn 8 atkvæðum, að átelja ríkisstjórnina
fyrir það gerræði að setja ný jarðræktarlög að bændastéttinni for-
spurðri. Einkum var það svokölluð 17. grein laganna, sem andúð vakti
hjá mörgum bændum.
Árið 1936 ræða bændur í Áshreppi um geldingu hrútlamba og
framkvæmdu hana á tímabili. Var fyrst „dregið úr“ lömbunum, en
síðar voru þau klipin með töngum, þannig að eistun visnuðu. Hvoru-
tveggja aðferðin var harðneskjuleg og sársaukafull. Einnig var rætt
um kornrækt þetta ár, og reynt var nokkuð við hana, en árangurinn
varð lítill.
Svo er það árið 1938 að Guðjón á Marðarnúpi hreyfir því að stofnað
verði stórt loðdýraræktarbú i hreppnum. Fór Steingrímur sonur
Guðjóns til Noregs til þess að kynna sér loðdýrarækt, og varð refabúið
að veruleika og starfaði nokkur ár á Marðarnúpi, og var Steingrímur
hirðir búsins. Síðar leystist búið upp og tóku nokkrir bændur refi heim
til sín og ólu um skamma hríð, eða þar til með öllu var horfið frá
þessari aukabúgrein.
Á áratugnum frá 1940-1950 kom margt til umræðu á fundum
Búnaðarfélags Áshrepps, enda verður á þeim árum upphaf hins nýja
tíma á íslandi, og ekki síst í búnaðarmálum. Fjölmargir fundir voru
haldnir og oft hart deilt. Málin voru gjarnan afgreidd með nafnakalli.
Eins og umræðurnar um jarðræktarlögin urðu heitar á árinu 1936
urðu nú skiptar skoðanir um stofnun Stéttarsambands bænda og ekki
leynir sér að mörgum er um og ó að aðskilja kjaramál stéttarinnar frá
Búnaðarfélagi íslands. Á þessum árum var búnaðarsamband sýsl-
unnar orðið mjög virkt í félagsmálum bænda undir öruggri forystu
formanns þess, Hafsteins Péturssonar á Gunnsteinsstöðum. Skurð-
grafa er keypt og fleiri stórar vinnuvélar. Umferðavinna með þessum
vélum var hafin og bændurnir fara að eignast vélknúin tæki sjálfir.
Það var árið 1946, sem fyrstu landbúnaðarjepparnir komu og margir
vildu eignast þá. Um úthlutun jeppanna urðu harðar deilur, en hún
var háð leyfum. Guðmundur í Ási kom með tillögu um að Búnaðar-
félag Áshrepps keypti sjálft hjóladráttarvél til sameiginlegra nota.
Tillaga Guðmundar var felld, en samþvkkt önnur um það að félagið
veitti þrem ungum bændum styrk til þess að kaupa vél er svo ynni fyrir
félagsmenn, eftir samningi.