Húnavaka - 01.05.1983, Side 80
78
HÚNAVAKA
bæði í Vatnsdal og annars staðar í héraðinu. I þjónustu Búnaðar-
sambandsins hafði og verið hinn frjói hugsuður Guðmundur Jósa-
fatsson frá Brandsstöðum, sem öllum öðrum lengur hefur komið við
félagsmálasögu Húnvetninga í búnaðarmálum.
Árið 1952 var gerð samþykkt um kornrækt og ræktun barrskóga til
nytja. Er félagið varð 75 ára, árið 1957, var samþykkt að leggja krónur
4.000 til skógræktar, rætt var um verndun beitilanda, félagslega
ræktun á kartöflum og hún nokkuð reynd.
Árið 1961 er gerð samþykkt um þá hugmynd að stofna til land-
búnaðarmiðstöðvar á Skinnastöðum og árið 1962 er kostuð loftmynd
af hreppnum.
Þann 22. júní árið 1957 hélt Búnaðarfélag Áshrepps upp á 75 ára
afmæli sitt í samkomuhúsinu á Ásbrekku. Var þar góður fagnaður og
bjart yfir hugum fólksins, enda sveitin í vorskrúða. Rakin var í stuttu
máli saga félagsins, en Jónas B. Bjarnason frá Litla-Dal flutti erindi
um búnaðar- og menningarmál í Vatnsdal á 100 ára tímabili fyrir
stofnun Búnaðarfélags Áshrepps. Er frásögn Jónasar mikill fróðleikur
og nú varðveitt í Héraðsskjalasafni A.-Hún.
Síðustu 25 árin í sögu búnaðarfélagsins eru flestum í fersku minni,
svo að ég sleppi að mestu að rekja sögu þess þennan síðasta aldar-
fjórðung. Tímabilið hefur einkennst af formi þeirrar landbúnaðar-
löggjafar, sem var að þróast og verða til á 25 ára tímabilinu þar á
undan, því mikla nýsköpunartímabili í sögu íslensku þjóðarinnar í
heild.
Hvað svo næstu 25 árin bera í skauti sínu fyrir búskap í Vatnsdal og
félagsmál fólksins í sveitinni, verður ekki leitt getum að hér og nú,
hvað þá að við reynum að skyggnast 100 ár fram í tímann. Óneitan-
lega sýnist sem mikil breyting sé að gerast og því miður ekki með öllu
geðfelld. Um það ber vott mikil fólksfækkun í hreppnum og eyðijarðir
í miðri sveit. Þetta talar köldu máli staðreyndanna um þá breytingu,
sem orðin er.
En hvað sem öllu þessu líður er dalurinn, sveitin, á sínum stað og
fullyrða má, fegurri og búsældarlegri en nokkru sinni fyrr. Græn tún,
skógarteigar með hlíðum, reisulegar byggingar, góðar samgöngur. Allt
þetta segir sögu búmenningar liðinna áratuga, og sýnir meiri árangur
en upphafsmenn að stofnun Búnaðarfélags Áshrepps gat dreymt um.
Varla hefur þá dreymt um það að horfa til þeirrar staðreyndar að