Húnavaka - 01.05.1983, Síða 90
88
HÚNAVAKA
og þessi kona á þessum bæ eöa hinum var alla jafna viðkvæði hans.
Hafði hann gaman af að láta menn þreyta getspeki og samþykkti ef
rétt var getið, en hafnaði því ella. Var stundum gaman að þessum
orðaleik. Ég rabbaði oft við karlinn. Hann spurði margs en var þögull
um sína hagi. Venjulega sat hann flötum beinum á rúmi sínu með
hendur undir lærum, mæltist við einn saman eða raulaði eða kvað
fyrir munni sér, en orðaskil greindi maður vart. Þó taldi hann sig hart
leikinn. Þeir hefðu tekið frá honum konuna og ætlað að drepa sig á
eitri. (Laut það að veru hans hjá Skaftasen). Mjög var hann orðinn
lotinn í hálsi af því að sitja í þessum stellingum.
Stundum skrifaði hann á hné sínu. Pappír og ritföng geymdi hann í
eltiskinnsskjóðu í rúmi sínu. Hann skrifaði skýra rithönd og línurétt þó
að á óstrikaðan pappír væri. Kvaðst hann vera að rita um íslensk grös,
hollustu þeirra til matar og sem læknislyf við ýmsum kvillum. Sagðist
hafa lifað á þeim einum saman og rótum þeirra, er hann lá úti á
heiðum fjarri mannabyggðum og orðið gott af. Hitt ritið var um
guðfræðileg efni, einskonar varnarmál fyrir trúna, þótti honum ungt
fólk hneigjast til trúleysis, sækja illa tíðir, en rækja meira dansleiki og
þess háttar.
Ekki taldi hann sæmandi að nota sama blek eða penna er hann reit
um grös og guðfræði. Hann ræddi oft um að sig langaði til þess að fá
þessi rit sín prentuð.
Einu sinni átti Oddur prentari Björnsson leið um dalinn og kom að
Bakka. Sagði Vilhjálmur honum frá ritstörfum karls. Þótti Oddi þetta
forvitnilegt og vildi hnýsast í þetta hjá honum, en fékk ekki að hafa
hendur á neinu og fór svo búinn.
Jóhann var mjög trúaður á gamla vísu. Himnaríki og Helvíti voru
staðreyndir, sem enginn mátti efast um. Guð var réttlátur, en strangur
og refsingasamur. I þessari lífsskoðun var Jóhann barn síns tíma.
Enginn mátti skammta honum nema húsfreyja og gömul vinnu-
kona, þegar húsfreyja var ekki viðlátin. Helst vildi hann gamlan
islenskan mat: kjöt, slátur, harðfisk, hákarl og smjör, skyr og nýmjólk.
Sætsúpur og annað gutl vildi hann ekki, sagðist ekki þola það.
Skaftasen hefði ætlað að drepa sig á eitri forðum, síðan væri hann
alltaf veill í maga. Stundum borðaði hann mikið, en fastaði suma
daga, taldi hann það hollt að hvíla magann við og við. Hann borðaði
hvað útaf fyrir sig t.d. brauðið sér og smjörið í öðru lagi. Öll ketbein
bruddi hann nema það harðasta úr miðjum legg. Fengi hann harðfisk,