Húnavaka - 01.05.1983, Page 96
94
HÚNAVAKA
„ 19/2. Isa er nú tekið að reka frá landi, svo að þess er vœnst, að siglingaleiðir
norður um land muni brátt opnast að nýju. “
I kjölfar þessa mikla frostavetrar fylgdi gífurlegur grasbrestur á
túnum, og þurrar engjar voru víða enn verr farnar, jafnvel ekki ljá-
berandi.
Svo langt er liðið síðan þetta gerðist, að fáir geta lýst því af eigin sjón
og minni, hvernig jörðin leit út sumarið 1918, ogekki er margt um það
að finna í ritum. Sjálfur var ég ekki nema 8 ára þá og get því fátt um
það sagt, en ég hef leitað á vit nokkurra eldri manna og spurt þá margs
um þessi mál. Frásögn þeirra fer hér á eftir.
Lárus Björnsson í Grímstungu:
A túninu var lítið sem ekkert af hvítum kalskellum, en sprettan var
mjög léleg. Ég fékk af því um 170 hesta, en um 350-360 árin á undan.
Alstaðar þar sem snjór lá lengst á, þar var besta grasið hvort sem það
var á túninu eða harðvelli utan túns. Ekki man ég eftir neinum
sprungum í túninu nema i hólunum, þar var dálítið um grannar
sprungur.
Af báðum Dölunum voru 30 hestar og hvergi berandi ljár á jörð
nema í slökkunum þar sem snjór lá lengst. Fremri-Dalinn sló ég ekki
nema annað hvert ár. Þar var ekki nema blettaslægja, en samfelldari á
þeim ytri. Slægi ég þá báða fékk ég oft 180 hesta. Dalirnir liggja frá
barmi Vatnsdalsárgils gegnt Forsæludal og upp að snarbröttum
brekkum Tungunnar.
Á aðalenginu, sem er flatt harðvelli, sló ég sáralítið 1918, en um-
vörpin upp við brekkuræturnar sló ég með mesta móti, þar var grasið
jafnast en þó frekar rýrt. Spretta var jöfnust og best á mýrlendi. Veita
nefnist blettur neðan við túnið syðst. Hún var alltaf undir svellum á
vetrum, því að þá flæddu tveir lækir þar yfir. Þar var óskemmd rót af
kali, en grasvöxtur lágur þetta sumar. Harðvellið á enginu var að
miklu leyti grátt allt sumarið og fjarri því að það hefði náð sér sumarið
eftir.
\