Húnavaka - 01.05.1983, Page 97
HÚNAVAKA
95
Jón Ólafsson á Guðlaugsstöðum,
síðar bóndi á Eiðsstöðum:
Þetta ætlaði aldrei að spretta og fyrst var byrjað að slá á Einbúa-
mýrum, sem eru upp á Hálsi þar sem beitarhúsin eru nú. Þar var mjög
graslítið og eftir tæpa viku var farið upp á Flár. Þar hafði sumt aldrei
verið slegið áður. Þetta var óttalegt sinufrugg en þó góð strá innan um.
Mig minnir að byrjað væri að slá túnið um 15. helgi. Hvergi var
fallegur litur á túninu, allt fölgrænt, en ég man hvergi eftir gráum
kalskellum nema á Hólunum, þeir voru algráir og graslausir og ef þar
sást strá var það fölt og ekki líkt neinu venjulegu grasi. Á Hólunum
voru þó nokkuð miklar sprungur. Það var bundið votaband á Hólana
og þá mátti gæta að sér að fara ekki með fætur niður í sprungurnar,
þær voru svo gleiðar og djúpar, sérstaklega ein þeirra. Eg man ekki,
hvort sprungur voru í hólinn norðan við lækinn, þangað var ekki
bundið votaband og ég gekk þar lítið um. Sprungurnar fylltust af
sinurubbi.
Árið eftir var hóllinn sunnan við lækinn, þar sem húsin stóðu og
útheyið var þurrkað, allur rósóttur þar sem sprungurnar voru. Yfir
sprungunum var allt dökkgrænt, en allt gisið og leiðinlegt utan við
þær. Þetta var þó slegið.
Tæpir 200 hestar fengust af túninu 1918, en venjulega hátt á fjórða
hundrað.
Helgi Jónsson frá Sauðanesi:
Sumarið 1918 var túnið í Sauðanesi útrósað af gráum blettum, sem
ekki kom strá upp úr. I þýfi voru lautirnar dauðkalnar en gras á
kollunum. Á sléttu landi voru hvergi stórir, samfelldir blettir dauð-
kalnir. Algengast var að túnið gæfi af sér 200-230 hesta, en þetta
sumar ekki nema 130 hesta. Árið eftir höfðu kalblettirnir minnkað, en
talsvert var þó um gráa graslausa bletti. Þá munu hafa komið um 160
hestar af túninu. Nokkuð var um arfa í kalblettunum næstu tvö
sumur, en síðan hvarf hann. Engar sprungur komu í túnið 1918.
Slægja utan túns var dreifð um mikið flæmi og sami blettur var
venjulega ekki sleginn nema annað hvert ár. Undantekning var þó
Flæði niður við Laxá, þar var áveita úr ánni og slegið árlega. Venju-