Húnavaka - 01.05.1983, Page 98
96
HÚNAVAKA
legur heyfengur þarna var 60-70 hestar, en 19 hestar fengust þar 1918.
Kalblettir sáust þó ekki. Sumarið eftir munu hafa fengist 52 hestar
þarna.
Sumarið 1921 var mikill arfi í túninu á Hurðarbaki á Ásum og hafði
hann farið vaxandi árin á undan. Þá var túnið slegið svo snemma, að
fyrri slætti var að mestu lokið þegar aðrir byrjuðu slátt. Þetta sumar
var há slegin á öllu túninu, en venjulega ekki nema þar sem slétt var.
Var þetta ráð gripið til þess að arfinn næði ekki að fella fræ, og það
dugði.
Óskar Teitsson í Víðidalstungu:
Það má segja að þá hafi ekki verið hálf spretta á túnunum. í
Víðidalstungu var það þannig og á engjunum, sem eru valllendis-
engjar, var sprettan enn minni. Ég man þó ekki eftir hvítu, dauðkölnu
landi og örugglega hafa það þá ekki verið nema einhverjir smáblettir,
sem maður tók varla eftir. Þetta virtist nokkuð jafnsprottið þó að
sprettan væri svona lítil. Hólarnir í túninu voru talsvert sprungnir.
Votlendi, einkum það blautasta, var betur sprottið og aðalheyskap-
urinn á fjölda jarða var sóttur á óræktarkeldur og flár. Við urðum að
heyja fram um Tungu og það síðasta sem við bundum urðum við að
binda votaband heim á tún. Þetta var rétt fyrir göngurnar og þá var
svo kalt að fötin á mér voru frosin allan daginn.
Guðmundur á Auðunarstöðum fékk lánaðar slægjur hjá Eysteini
bróður sínum í Hrísum fram í svokölluðum Heyvatnsflóa. Þar var
dágóð slægja að magni til, en vitanlega var meginið af því sina. Ekki
var vitað að þarna hefði verið slegið áður. Heyvatnsflóinn er að mestu
vaxinn broki. Guðmundur setti heyið saman í fúlgu, því að útilokað
var að binda það heim að sumrinu, þetta var svo langur vegur.
Guðmundur Pétursson,
lengi bóndi á Blöndubakka, var vinnumaður á Geitaskarði 1918.
Hann segir þannig frá:
Þar sem halli var á túninu var allt grænt. Á gömlum beðasléttum
voru allar lautir á milli beðanna gráar og graslausar, en að öðru leyti
voru beðin laus við kal. Búið var að slétta 4-5 dagsláttna nýrækt án