Húnavaka - 01.05.1983, Page 99
HÚNAVAKA
97
þess að þar væru beð. Þar var allt grænt yfir að líta, en þegar búið var
að slá þetta nýja tún kom í ljós að það var alsett smáum kalskellum.
Þessar sléttur gáfu minna af sér en beðaslétturnar. Nýja túnið var
næstum snjólaust allan veturinn og þar var mikið af sprungum. Gátu
sumar þeirra verið varasamar kindum ef þær misstu fót ofan í þær.
Undantekningarlaust var næstum graslaust út frá sprungunum. Þar
sem mikill snjór kom á undan frosthörkunum var lítið eða ekkert kal.
Spretta á túnum á Laxárdal var betri en í Langadal. Býst ég við að það
hafi verið vegna meiri snjóþvngsla þar. Valllendi í Langadalsfjalli var
kalið og grátt allt sumarið, bæði slægjuland og annað. Þó bar heldur
minna á þessu í Geitaskarðinu sjálfu og einnig þegar ofar dró í vest-
urhlíð fjallsins, en sumarið eftir greri þetta mikið upp.
Hallgrímur Kristjánsson
á Hofi í Vatnsdal, síðar bóndi á Kringlu:
Á Hofstúni var mjög lítil spretta, en kalskellur sáust ekki. Hey-
fengur var um helmingur af því sem fékkst í meðalári. Víða í túninu
voru grannar sprungur, hægt að koma fingri niður í þær. Allt valllendi
á engjunum var mjög illa sprottið og sumt ekki slegið vegna graslevsis.
Þarna var talsvert af rökum, þýfðum mýrum, sem sjaldan voru slegnar
og sumar næstum aldrei, en þær voru slegnar þetta sumar. Þar var
alltaf mjög áberandi mikið af engjarós, hún mátti heita ríkjandi. Fífa
sást þar aldrei.
Talsvert var um það í Vatnsdal að sjófuglar, einkum haftyrðlar,
fyndust dauðir á gaddinum og einn lifandi æðarfugl fannst á Hofi.
Hann var færður heim í bæ og reynt að halda í honum lífinu, en það
tókst ekki.
Jakob Sigurjónsson
í Stóradal var vinnumaður á Grund í Svínadal sumarið 1918:
Hvítar kalskellur sáust ekki í túninu á Grund, það var algrænt en
spretta ákaflega rýr. Grundarlækurinn rennur í gegnum túnið og á
lækjarbökkunum, einkum þeim syðri, voru talsverðar sprungur,
einnig á hólunum fyrir ofan svonefnda Stórusléttu, framan í þeim
ofarlega og alveg upp á koll. Einkum bar mikið á tveimur sprungum
og náði önnur þeirra alveg upp á hólinn.
7