Húnavaka - 01.05.1983, Page 101
HÚNAVAKA
99
höfðu tvær jarðvegstorfur nálægt 2x1,5 m og um hnéhæð á þykkt
sprungið upp og kastast svo mikið til hliðar að þær lágu utan við
flagið. Mig minnir að undir annarri torfunni væri klöpp. Fyrirbrigði
af þessu tagi hef ég hvorki fyrr né síðar séð.
Sögn Ásmundar Árnasonar
bónda í Ásbúðum:
Ásmundur flutti að Ásbúðum vorið 1912 og bjó þar síðan hátt í
hálfa öld. Hann sagði mér að sumarið 1918 hefði ekkert gras verið á
túninu þar, næsta sumar hefði það mátt heita þakið skarfakáli, en
síðan farið að spretta þar gras. Ásbúðir eru nyrsti bær á Skaga, túnið
liggur fast að sjó og skarfakál vex hvarvetna á bökkunum.
Guðmundur Jónasson í Ási,
ólst upp í Hvammi og er þar 1918:
Ég man ekki eftir kalskellum i túninu, en sprettan var ákaflega rýr.
Hinsvegar man ég mjög vel eftir langri frostsprungu ofarlega í brekk-
unni vestan við íbúðarhúsið. Hún var svo breið, að hægt var að stíga
fæti langt niður í hana.
Engjarnar í Hvammi eru að mestum hluta þurrir bakkar, sem
Vatnsdalsá flæðir yfir þegar flóð rísa hátt. Venjulega eru þær mjög
grasgefnar, en 1918 brugðust þær svo illa að á mikinn hluta þeirra var
ekki borinn ljár. Stóranes heitir stórt engjastykki og sumarið 1917, en
þá var óvenju gott grasár, mátti heita að þar væri samfelldur flekkur.
Þá voru bundnir þaðan um 400 hestar, en 1918 reittust þar upp 40
hestar.
Á milli meginhluta Hvammsengja og fjallsins er sléttur, forblautur
flói. Venjulega var annað hvort lítið eða ekkert slegið í flóanum, en
1918 var aðal engjaheyskapurinn þar og sprettan best í blautustu
keldunum. Nokkur sina var í þessu heyi, en slægjan dágóð að magni. Þá
voru slegnar tvær ferginstjarnir, sem sjaldan voru nýttar vegna þess
hversu erfitt var að koma heyinu á þurrkvöll. Þar var venjuleg spretta.
Sumarið eftir voru allir bakkarnir slegnir, en þeir voru hvergi nærri
búnir að ná sér.