Húnavaka - 01.05.1983, Page 105
HÚNAVAKA
103
gengist fyrir héraðsmótum i körfubolta, handbolta og blaki, auk móta
i þeim greinum, sem áður höfðu skapað sér fastan sess, sem keppnis-
greinar í héraðinu. Allt þetta eykur fjölbreytni íþróttalífsins og verður
til þess að fleiri og fleiri leggja stund á einhverjar íþróttagreinar.
Kosnum starfsnefndum innan USAH hefur farið fjölgandi. Þannig
er reynt að gera sem flesta virka í starfi og gera það fjölbreyttara og
meira.
Siðan 1975 hefur framkvæmdastjóri verið í starfi hjá USAH um
tíma hvert sumar. Mikið af hans tíma fer í það að skipuleggja og
undirbúa hin ýmsu mót, sem sambandið gengst fyrir. Þá skipuleggur
hann störf sjálfboðaliða við mótin og önnur verkefni, sem unnið er að á
hverjum tima.
Breytt skipan í sveitum
í tímanna rás eiga sér stað miklar breytingar. Félög eru þar engin
undantekning. Stundum starfar félag af krafti, í annan tíma er doði í
starfinu og það leggst jafnvel alveg niður. Breyttur tiðarandi og fólks-
flutningar milli svæða eiga þarna mikinn hlut að.
Eftir því sem fólki fækkaði i sveitunum reyndist erfiðara að halda
uppi þróttmiklu ungmennafélagi í hverri sveit. Reynt var að halda í
horfi, en þegar ekki var unnt að fá fólk til þess að sækja aðalfundi i
félögunum var erfitt að halda uppi skipulögðu starfi.
Árið 1977 var sérstök áhersla lögð á það af hálfu sambandsstjórnar
að hjálpa þeim félögum, sem höllustum fæti stóðu. Stjórnarmenn og
framkvæmdastjóri sambandsins fóru í heimsóknir til þessara félaga og
ræddu m.a. á hvern hátt sambandið gæti veitt aðstoð. Ekki varð
verulegur árangur af þessari viðleitni þó að i sumum félögum kviknaði
örlítið líf, en í öðrum varð árangur enginn.
Á þessum árum var vaxandi iþrótta- og félagsstarf á Húnavöllum,
m.a. vegna skólamótsins, sem fyrr er getið og einnig var þar komið á
fót keppni í íþróttum milli hinna ýmsu ungmennafélaga úr þeim
sveitum, sem að skólanum stóðu.
Þróunin varð síðan sú að Umf. Geislar var stofnað að Húnavöllum
2. febrúar 1978 og gerðist félagið aðili að USAH á þingi sambandsins
19. febrúar það sama ár. Síðan þá hafa önnur ungmennafélög í
sveitahreppum héraðsins að undanskildu Umf. Bólstaðarhlíðar-