Húnavaka - 01.05.1983, Page 108
106
HÚNAVAKA
Iþróttamaður ársins
Á þingi USAH 1973 var í fyrsta sinn lýst kjöri íþróttamanns ársins.
Síðan hefur íþróttamaður ársins árlega verið kjörinn að undanskildu
árinu 1975.
í reglugerð segir m.a.: „Stjórn USAH skal árlega veita einum
íþróttamanni viðurkenninguna íþróttamaður ársins og afhenda honum
farandstyttu á héraðsþingi. Heimilt er að fella viðurkenninguna niður
séu allir stjórnarmenn því sammála. Við valið skulu stjórnarmenn
m.a. hafa í huga: árangur viðkomandi í íþróttum á árinu, svo og
árangur næstu ár á undan, fjölhæfni í íþróttum, framfarir, framkomu
á íþróttavelli, ástundun og annað, sem talist getur til kosta góðs
íþróttamanns.“
Þeir sem hlotið hafa þessa viðurkenningu eru:
1972 Lárus Ægir Guðmundsson, Fram.
1973 Karl Lúðvíksson, Fram.
1974 Einar Einarsson, Hvöt.
1976 Lára Guðmundsdóttir, Fram.
1977 Þórður Daði Njálsson, Hvöt.
1978 Ingibergur Guðmundsson, Fram.
1979 Sigríður Gestsdóttir, Fram.
1980 Ingibjörg Örlygsdóttir, Hvöt.
1981 Helgi Þór Helgason, Geislum.
1982 Þorleifur Arason, Hvöt.
Ungmennafélag Islands hefur veitt nokkrum félögum innan USAH
starfsmerki UMFÍ á síðasta áratug. Þeir eru: Stefán A. Jónsson,
Ottó Finnsson, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, Magnús Ólafsson, Kristófer
Kristjánsson, Lárus Ægir Guðmundsson og Björn Sigurbjörnsson.
Stjórn USAH skipa nú: Björn Sigurbjörnsson form., Stefán Har-
aldsson, Pétur Pétursson, Sigríður Gestsdóttir og Valdimar Guð-
mannsson. Auk þeirra eru kjörnir yfir 50 einstaklingar í hinar ýmsu
nefndir sambandsins.