Húnavaka - 01.05.1983, Síða 111
HÚNAVAKA
109
hvar sem hann var í sveit manna var talið sjálfsagt að hann hefði
forustu og réði. Hann var námsmaður góður og sómdi sér hvarvetna
vel, en bar þó mest af við skipsstjórn.
Þessi fátæka fjölskylda fékk far með skipi frá Mjóafirði til Sauðár-
króks. Þar gaf hún sig fram við rétta aðila og var flutt á hestum vestur
að Þverá í Hallárdal. Þar bjó Árni hreppstjóri, sem einnig var oddviti
Vindhælishrepps, og því réttur viðtakandi þessa hrakhólafólks. Þar
varð Páll elsta barnið eftir. Hann var ráðinn sem vikadrengur til Árna
á Þverá.
Þegar hjónin komu út að Hofi stóð þar yfir messa í kirkjunni, sem
þau hlýddu á. Þar voru einnig mætt hjónin á Keldulandi, Sigurbjörg
Andrésdóttir og Benóný Ólafsson. Þau tóku heim með sér í fóstur eldri
dóttur þeirra hjóna, en hún hét Álfheiður. Áfram héldu þau hjón með
börnin þrjú, en þegar þau komu út á brekkuna fyrir ofan Örlygsstaði
beið þar amma mín Margrét Einarsdóttir og bað um að fá Sigurlaugu,
nöfnu og frænku Sigurlaugar tengdadóttur sinnar, móður minnar.
Eftir voru þá tveir bræður þeir Stefán og Sigurður, sem fylgdu for-
eldrum sínum á leiðarenda út í Kálfshamarsvík. Þar biðu ekki krásum
hlaðin borð eða vistleg húsakynni, heldur allsleysi í þess orðs fyllstu
merkingu. Fyrir einu var þó séð, Benedikt var útvegaður bátur, það
var norsk skekta, lítið fjögurramannafar, sem í höndum Benedikts var
hin mesta happafleyta, enda var hann flestum mönnum færari á sjó.
Stefán var annar drengurinn, sem fylgdi foreldrum sínum á leiðar-
enda. Hann var næstelsta barnið. Á heimleiðinni var hann á nokkrum
stöðum falaður í vistir, en foreldrar hans svöruðu jafnan. ,,Hann
megum við ekki missa, hann hjálpar okkur svo mikið“.
Það komu snemma fram hjá honum hyggindi og hugkvæmni er
seinna gerðu hann manna færastan til forustu í hverri raun.
„Bóndinn stakk og bóndinn hlóð / uns bærinn þar í hvammi stóð“
sagði skáldið. Það var ekki flutt heim sement eða annað byggingarefni
úr kaupstað í bæjarhúsin, en það voru stungnir hnausar og ristir
strengir og torfur, síðan hlaðnir veggir úr torfi og grjóti. Næst var
gengið á fjörur og safnað saman spýtum og reft yfir og þakið, þá var
komið hús. Þetta þætti víst ekki merkilegur mannabústaður nú, en um
aldamót var þetta notað og þótti jafnvel gott ef til alls var vel vandað.
Á Framnesi hét svo nýi bærinn hans Benedikts og hennar Svan-
hildar. Þar lærðu litlu börnin þeirra að leika að legg og skel. Þar lærðu
drengirnir þeirra að skilja ölduhljóðið, þegar báran hjalar við steinana