Húnavaka - 01.05.1983, Page 116
114
HÚNAVAKA
vinna mér inn peninga áður en námið byrjaði og var því afráðið að
Guðmundur bróðir talaði við væntanlegan húsbónda sinn og skip-
stjóra og bæði fyrir mig, helst við sama mótorbát og hann var ráðinn
við. Var þetta auðsótt mál, en þar sem ég var ekki nema 15 ára og
óvanur, gat ég ekki fengið nema hálft kaup eða 250 krónur yfir ver-
tíðina og allt frítt, bæði fæði, húsnæði og sjógalla. Ég mátti koma með
bróður mínum í byrjun nóvember, því hann átti að vinna við bátinn í
slippnum fyrir vertíðina. Ég átti að vera í snúningum til áramóta og
hafa bara frítt uppihald en ekkert kaup. Var nú gengið að þessu og
farið að útbúa mig til fararinnar.
Skipsferð suður
Mér er minnisstætt hve mikið gekk á þetta haust, 1918. Katla gamla
fór að gjósa og sást eldbjarminn frá Hvammkoti, þegar skyggja tók,
yfir fjallið milli Álfhóls og Keldulands. Þá geisaði einnig spánska
veikin og Islendingar fögnuðu fullveldi.
Ég lagði upp í þessa fyrstu suðurferð mína með strandferðaskipinu
E/S Sterling seint í október. Farið var af stað frá Skagaströnd í norð-
anhríð og sjógangi. Ég var nokkuð sjóveikur í fyrstu en það batnaði
eftir stuttan tíma. Skipið kom á flestar hafnir á flóanum að taka
kjöttunnur, gærubúnt og fleira. Einnig voru vörur fluttar í land í
staðinn. Ég var mikið feginn er við komumst loks fyrir Horn. Við
fengum haugasjó er við sigldum yfir röstina og reyndar alla leið til
Isafjarðar. Mikil fannst mér dýrðin á Isafirði. Ég hafði aldrei séð svona
mörg og reisuleg hús upplýst og götur allar með skærum ljósum, þetta
voru nú engar lýsistýrur eins og ég átti að venjast heima. Skipið
stansaði lengi á Isafirði, svo við fórum í land að sjá okkur um og dást að
því sem fyrir augu bar. Guðmundur hafði oft farið suður áður, svo að
hann gat frætt mig um margt.
Frá Isafirði var farið inn að Arngerðareyri og teknar þar kjöttunnur
og gærubúnt, svo aftur til ísafjarðar. Þaðan var svo haldið á flestar
Vestfjarðahafnir og alls staðar var tekinn sami varningur. Við komum
á Breiðafjarðarhafnir, Flatey, Stykkishólm og Búðardal. En mest varð
hrifningin og eftirvæntingin er við komum innarlega í Faxaflóa og við
blasti ljósadýrðin í Reykjavík. Við komum seint um kvöld og höfðum
þá verið hálfan mánuð á leiðinni frá Skagaströnd. Við fengum að sofa
í skipinu fyrstu nóttina, en næsta morgun fórum við í land og héldum