Húnavaka - 01.05.1983, Síða 120
118
HÚNAVAKA
strönd, meðal þeirra voru Jónatan Guðmundsson frá Víkum og
Grimur nokkur Laxdal úr Skagafirði. En Guðmundur bróðir minn
hafði ráðið sig á vorvertíð fyrir sunnan fram að síldartíma, svo að hann
varð eftir. Ekki reyndist neina skipsferð að fá, aðeins var um land-
leiðina að ræða.
Við héldum með flóabátnum frá Reykjavík upp í Borgarnes og
dvöldum þar um stund, síðan tókum við dótið okkar á bakið og
gengum að Svignaskarði þann dag. Það var talinn þriggja tima
gangur frá Borgarnesi, en við vorum miklu lengur vegna ófærðar.
Óvenju mikill snjór var enn þá um miðjan maí, hlýtur að hafa gert
allan þennan snjó í útsynningi. Við nutum gestrisni á Svignaskarði.
Þar kostaði fyrir manninn þrjár krónur. Það var lítil greiðsla fyrir tvær
máltiðir, gistingu og þvott á plöggum okkar.
Bárum dótið í helsingjapokum
Næsta morgun var löng dagleið framundan, að Fornahvammi.
Lagt var af stað klukkan rúmlega átta um morguninn og enn var sama
ófærðin, snjórinn náði i mjóalegg og kálfa, en við gengum þannig að sá
sem bar minnst var á undan, það var Jónatan frá Víkum, svo gengu
allir i sporin hans. Við bárum allir dótið okkar í bak og fyrir i svo-
kölluðum helsingjapokum. Við komum að Hvassafelli í Norðurárdal
eftir hádegi og keyptum okkur heita mjólk með smurðu brauði. Löng
leið var eftir að Fornahvammi. Við þurftum að vaða Sanddalsá, hún
var full að krapi og náði okkur upp undir mitti og bætti það ekki úr
skák að vera rennblautur í þessari ófærð. Við komum að Sveinatungu
og fengum okkur að drekka. Það var talinn góður tveggja tíma gangur
þaðan að Fornahvammi, en við vorum töluvert á fjórða tíma þá leið.
Þegar við vorum komnir rúmlega miðja vegu þaðan að Fornahvammi,
var ég orðinn svo máttfarinn að félagar mínir tóku pokann minn og
báru hann. Þegar rúmlega hálftíma gangur var eftir að Fornahvammi,
örmagnaðist ég alveg og urðu þá tveir menn að ganga undir mér
síðasta spölinn. Þangað komum við klukkan níu um kvöldið, höfðum
við þá verið rúma tólf tíma á leiðinni frá Svignaskarði.
Við fengum allir mjög góðar móttökur í Fornahvammi. Fg held að
stúlkurnar hafi vakað alla nóttina við að þurrka af okkur föt og sokka,
því allt fengum við hreint og þurrt um morguninn. Auk þess var búið
að elda handa okkur góðan mat, sem við fengum klukkan 8 um