Húnavaka - 01.05.1983, Page 123
JÓNAS B. HAFSTEINSSON, Njálsstöðum:
Kaldsamir búferla-
flutningar 1952
Vorið 1951 byrjar Guðmundur Þorsteinsson búskap á Illugastöðum
í Ytri-Laxárdal með konu sinni og þrem börnum. Keypti hann sér
svolítinn bústofn, sem vera ber þá byrjað er að búa.
Veturinn byrjaði snemma með fannfergi og var allur hinn harð-
asti, einkum þó á dalajörðum. Um sumarmál var hey á þrotum og
brá hann þá á það ráð að selja allar skepnurnar á uppboði og hætta
búskapnum.
A uppboðinu samdist svo um við föður minn, Hafstein á Njáls-
stöðum, að hann sæi um að koma fjölskyldunni ásamt innanstokks-
munum vestur yfir fjallið í fyrstu viku maí. Að kvöldi 4. maí lögðum
við af stað, faðir minn og ég, með tvo hesta fyrir vögnum og höfðum
sleða á báðum vögnunum. Var vagnfæri upp hjá Neðstabæ, og þar
voru hestarnir settir fyrir sleðana. Þar bættist okkur liðsauki, Þórarinn
Þorleifsson bóndi, með hest og tvo sleða, en faðir minn átti tvo hesta á
Illugastöðum, er hann hafði keypt á uppboðinu. Var þeim ætlað að
draga annan sleðann vestur. Á Þverá kom Þorlákur með hest og sleða.
Voru þá í förinni 5 sleðar er duga skyldu til að flytja búslóðina vestur.
Frá Þverá var haldið klukkan 12 um kvöldið, og var þá komin þoka á
fjallið og sleit úr lofti snjó. Hvergi sá til jarðar á fjallinu því fanndýpi
var geysimikið. Við komum rétt fyrir klukkan tvö í Illugastaði. Voru
hestar settir í hús, og menn settust að kaffidrykkju, og síðan var lagst
til svefns.
Þegar við litum út um sjöleytið var komin norðan stórhríð og hafði
sett niður allmikinn snjó. Var byrjað á að gefa hestunum, og fóru þar
síðustu heystráin á heimilinu, og siðan var farið að bera út búslóðina
og binda á sleðana. Ekki var hægt að segja að ferðaveðrið væri sem
ákjósanlegast, ekki síst þar sem flytja þurfti með ársgamalt barn.
Höfðum við þann háttinn á að við settum koffort fremst á einn sleðann
og sat konan þar á með barnið í fanginu, dúðað inn í sængur, en