Húnavaka - 01.05.1983, Page 129
HÚNAVAKA
127
hneyksluð. En sem betur fór voru miðarnir innheimtir áður en gengið
var í salinn, svo að við þurftum ekki að sitja uppi með þá.
Á undan sýningunni var forspil sem tókst afbragðsvel, en greinilega
kunnu ekki allir að meta það, því nokkur þys var í salnum.
Leiksýningin var frábær í einu orði sagt. Og ég vil leyfa mér að segja
mitt álit á persónunum og boðskap leikritsins.
Það gerist á Sjálandi ekki langt frá Kaupmannahöfn, höfundurinn
var Dani að nafni Jens Christian Hostrup. Hann skrifaði leikritið um
miðja 19. öld og mér finnst heildarboðskapurinn vera sá, að maður á
ekki að dæma náungann. Annars er það að miklu leyti gamanleikur.
Skrifta-Hans er stigamaður, sem ekki vill vera það lengur og ætlar
að sigla eitthvað burt. En það lítur út fyrir að hann verði að stela
þessum fimm dölum sem vantar til þess. Og það er hart að þurfa að
stela til þess að hætta að vera þjófur, eða svo finnst Skrifta-Hans þegar
Pétur bóndi vill ekki lána honum fimm dalina. Skrifta-Hans er næst-
besta persóna leiksins.
Pétur bóndi er hálfgerður óþokki en kemur ekki mikið við sögu.
Stúdentarnir Herlöv og Ejbæk hafa komið frá Kaupmannahöfn, en
eru peningalausir og ætla að fá gistingu á Strandbergi, heimili ass-
essors Svale. Þar búa einnig Lára dóttir hans, Jóhanna bróðurdóttir
hans og Vermundur skógfræðingur. Vermundur er leiðinlegur og
fýldur náungi sem alltaf reynir að ná ástum Láru en samt á hann aðra
kærustu í Kaupmannahöfn. Þegar stúdentarnir koma til Strandbergs
gerir hann hvað hann getur til að rægja þá og bola þeim burt, enda
dauðöfundsjúkur út í Ejbæk. Lára og Ejbæk verða nefnilega strax
hrifin hvort af öðru. Lára er prúð stúlka og hæglát. Ejbæk er líka
alvarlegur og tekur það rólega.
Herlöv og Jóhanna verða einnig ástfangin. Herlöv er kátur og
skemmtilegur og Jóhanna alltaf hress og þau taka lífið létt.
Assessor Svale er nú hálfgerður leiðindaskarfur, en það er þó hægt
að hlægja að honum.
En langbesta og fyndnasta persóna leiksins er tvímælalaust Kranz
kammerráð, lítill og vitlaus karl sem ekkert getur án hjálpar konu
sinnar. Hann er algjörlega skilningslaus og gerir eintómar vitleysur.
Helena kona hans er hér um bil helmingi stærri en hann, vitur,
stjórnar öllu fyrir kammerráðið og leysir öll vandamál. Manni líkar
samt ekki alveg við hana af því hún hjálpar Vermundi að reyna að