Húnavaka - 01.05.1983, Page 130
128
HÚNAVAKA
bola stúdentunum burt. Svo fara dularfullir atburðir að gerast en allt
fer vel að lokum, þrátt fyrir mikið fjaðrafok og læti.
Stemmningin var ágæt í salnum og sælgætisát óhemju mikið aldrei
þessu vant. Klukkan var orðin meira en hálf tólf þegar sýningin
endaði. Okkur Húnvellingum var keyrt upp í skóla á ný, og þá var
farið beint að sofa. Enda allir afar þreyttir og syfjaðir, orðnir hásir af
hlátri og hvíldinni fegnir.
Þetta var frábærlega gaman og leikendurnir skiluðu hlutverkunum
með prýði.
Signý Gunnlaugsdóttir,
Balaskarði:
Ævintýri á gönguför.
Þegar þess var getið, að haldin yrði skólasýning á leikritinu
„Ævintýri á gönguför“, var ég strax ákveðin í að fara. Ég hafði heyrt
leikritið i útvarpi, og mér hafði verið sagt frá því.
Ævintýri á gönguför er danskt gamanleikrit. Persónur eru
skemmtilegar og sérstæðar, þótt skynseminni sé nokkuð misskipt.
Leikritið gerist á heimili assessors Svale, Strandbergi, og þar í
grenndinni. Það hefst með samtali tveggja afbrotamanna sem strokið
hafa úr fangelsi. Annar þeirra stekkur síðan burt og kemur ekki meira
við sögu.
Næst koma fram tveir stúdentar, sem eru á gönguför um landið.
Þeir koma að Strandbergi, þar sem assessorinn tekur þeim höfðing-
lega. Á Strandbergi eru tvær ungar stúlkur, dóttir assessorsins og
frænka hans. Þær hrífa undir eins hugi stúdentanna og allt virðist ætla
að leika í lyndi. Einn er þó sá sem ekki er ánægður með þessa skipan
mála, en það er skógfræðingur assessorsins, Vermundur. Hann hefur
ætlað sér að giftast Láru, dóttur húsbóndans. Þá vill svo til, að einmitt
þennan dag koma Kranz kammerráð og kona hans að Strandbergi, og
þau flytja fregnina um að afbrotamennirnir hafi sloppið úr gæslu.
Kona kammerráðsins er vinkona Vermundar og hann tjáir henni hve
illa honum komi vera stúdentanna á Strandbergi. Atburðarásin er
þeim í hag, því brátt berast böndin að því að stúdentarnir séu þessir