Húnavaka - 01.05.1983, Page 142
140
HÚNAVAKA
fullar samræður um menn og mannlíf, sem var þó ærin fyrir. En allar
góðar stundir taka enda sem aðrar. Er klukkan er farin að halla í 9 er
þetta ágæta fólk kvatt með þökkum fyrir ógleymanlegar móttökur og
haldið úr hlaði.
Komin er þoka niður á bjargbrún. Samt er haldið út Bjarg. Sást lítið
til bjargbrúnarinnar, enda þótt gatan sé þarna víða skammt frá brún.
En er komið var út undir Almenningaskarð, var komið upp úr þok-
unni. Var tilkomumikil sjón, að sjá mikilúðlega tinda Hornbjargs rísa
úr grárri þokunni þetta síðsumarskvöld, kolsvarta og dulúðga.
Var nú haldið eftir Almenningsskarði og niður Innstadal. Tók þar
þokan aftur við okkur, svört og úrg, en leiðin auðveld allt niður til
sjávar í Hornvík, nokkuð innan við Hornbæina. Síðan inn fjöruna,
Hafnarós vaðinn, sem fyrr um daginn. Á Háumelum tekst að halda
áttum, þrátt fyrir svarta þoku. í hlað í Höfn komum við klukkan eitt
um nóttina, þreyttir eftir góðan og minningaríkan dag.
Fimmtudaginn 14. ágúst er risið í seinna lagi úr rekkju. Veður er
gott, léttskýjað og þoka í fjallaskörðum. Að loknum venjulegum
morgunverkum er haldið úr hlaði í Höfn og í átt til Hlöðuvíkur. Sama
leið er farin til baka. Út með Hafnarfjalli um Tröllakamb. Sér þá út
með Hvanndalabjargi og bergnaggarnir Langikambur og Fjöl. Síðan
er haldið á brattann og stefnan tekin á Atlaskarð. Þoka er á skarðinu,
en birtir til er komið er niður úr efstu skriðum. Á Skálakambi er fagurt
útsýni, enda veður sem best verður á kosið. Er nú fljótfarið niður
einstígið niður í Skálina.
Föstudaginn 15. ágúst er enn sama veðurblíðan og lífinu tekið með
ró, menn raka sig og snyrta fáklæddir. Rölta inn í Kjaransvík innan
við Álfsfell. Er þar margt fágætt sem dvelur og nokkrir minjagripir
bætast í farangurinn. Þá er gengið út að Ófærubjargi, milli Hlöðu-
víkur og Hælavíkur. Þar er gatan víða tæp, en var þó farin af fótfráum
Búðastrákum hér áður fyrr. Rennt er fyrir silung, en veiði treg.
Matarbirgðir kannaðar og tekið til nesti til næsta dags, síðasta dagsins
á þessum fjöruströndum. Síðan er slegið upp veislu og kvöldsins notið
í þessari vinalegu vik, sem verið hefur okkar heima á þessum ágætu
ferðadögum. Þegar sokkaplögg eru fram tekin til næsta dags, kemur í
ljós í einum togbandsleistinum formfagurt glas fullt að öxlum. Te-
vatnið sýður á kabyssunni. I húmi kvöldsins er skál þessarar kveðju-
stundar drukkin í rósatetoddíi. Við höldum á brott á morgni, ríkir
menn af minningum.