Húnavaka - 01.05.1983, Page 145
BJÖRN MAGNÚSSON:
Liðin tíð
Árið 1914 fór ég í kaupstaðarferð til Blönduóss snemma í október,
en nú þegar þetta er skrifað eru liðin 40 ár. Eg var þá unglingspiltur í
vist hjá séra Bjarna Pálssyni í Steinnesi.
Fararstjóri var vinnumaður prests um sextugt, lítill vexti en sívalur
og mjög axlasiginn. Skeggið rautt alskegg. Augun blágrá og vot og
rann stöðugur tárastraumur ofan kinnarnar. Hann var hinn mesti
dyggðamaður og gerði allt eftir bestu vitund, en frekar var hann
vitgrannur og sjálfhælinn, bráðlyndur og þó langrækinn.
Við áttum að sækja slátur úr fé, sem rekið hafði verið til kaupstað-
arins um morguninn. Við höfðum átta hesta undir reiðingi. Tókum
við daginn með birtingu og fórum Húnavatn. Leiðin var um 5-6 tíma
lestagangur. Við fluttum fullar klyfjar á hestunum af heimaslátruðu
fé.
Á þeim árum var mestöll verslun fyrir sunnan ána. Aðalverslanir
voru, Höephner og J. G. Möller. Kaupfélag Húnvetninga var þá
aðeins pöntunarfélag og tók litlar haustvörur.
Sláturhús var ekkert á staðnum. Öll slátrun fór fram á opnum
blóðvelli, hvernig sem viðraði, hvort heldur var stórrigning eða hrið-
arveður. Verkið var kaldsamt og óþrifalegt í votviðrum.
Ekki þekktist þá önnur deyðing á fé en hinn viðbjóðslegi háls-
skurður. Hann fór þannig fram að slátrarinn tók kindina, lagði hana
niður, settist á síðu hennar, brá þumalfingri vinstri handar í munn
hennar, en með þeirri hægri brá hann beittum og blaðlöngum skurð-
arhnífnum á háls hennar og skar svo að í beini nam staðar. Aðstoðar-
maður hans hélt fótunum. Þegar kindin kenndi hnífsins, brá hún við
hart, en svo virtist hún falla í ómegin af blóðmissi og hreyfði sig ekki
fyrr en brugðið var á mænuna og höfuðið losað frá bolnum.
Þessi ógeðslega slátrunaraðferð hélst fram á 20. öld, en er nú bönnuð
með lögum og skot eða rotun með helgrímu komin í staðinn.