Húnavaka - 01.05.1983, Page 147
HÚNAVAKA
145
þess að samþykkja ákvörðun hans. Vissi að ef illa færi yrði mér um
kennt og ódyggur vildi ég ekki vera.
Hafist var handa um undirbúning gistingar undir kuldalegum
næturhimni í október. Böggunum var hlaðið saman, svo að þeir
mynduðu hvirfingu. Reiðingar breiddir á frosna jörðina og utan með
til skjóls. Síðan var sest að snæðingi. Að því búnu fórum við hvor í sínu
lagi á veitingahúsið og fengum okkur kaffi.
Þegar við lögðumst til hvíldar breiddum við ofan á okkur poka.
Ekki mátti nema annar okkar sofa í einu. Sá sem vakti átti að halda
vörð um farangurinn, svo að engu væri stolið.
Mér varð ekki svefnsamt um nóttina. Ekki af því að ég væri
hræddur við neina nátthrafna er sætu um farangur okkar, heldur af
helkulda og skjálfta, sem gagntók mig svo að ég hristist allur og
tennurnar gnötruðu í munninum. Eg var því lengstum á ferli, hljóp
smáspretti, stappaði í jörðina til þess að hleypa lífi í dofna fæturna,
barði mér og lét alls konar látum. Þess á milli heimsótti ég hestana,
strauk þá og gerði við þá gælur og yljaði mér á hlýjum feldum þeirra
og heitum nasablæstri.
Loksins rann upp langþráður dagur, en þá var komin norðanhríð
með allmikilli snjókomu. Við höfðum nú hraðar hendur og tygjuðum
okkur til heimferðar. Ég var orðinn nokkurn veginn baggafær, en
vegna kuldadofa og loppu í höndum veittist mér erfitt að koma klyfj-
um til klakks. Hafði þó nokkurn veginn í fullu tré við vinnumanninn,
enda var hann enginn kraftamaður, en mér hljóp kapp í kinn. Minni
maður en hann vildi ég ekki vera, þótt ég væri ungur að árum og lítt
þroskaður.
Heimferðin gekk slysalaust. Hestarnir voru heimfúsir og hraðstígir.
I þeim var kuldahrollur eins og okkur. Nú var Húnavatn ófært vegna
krapa og íss og urðum við því að fara fram á Skriðuvað. Það lengdi ferð
okkar um 2-3 tíma.
Ég varð heimkomunni feginn. Sjaldan hefur mér orðið kaldara á
ferðalagi, enda vansvefta og illa klæddur.
A þessum árum var Húnvetningabraut ógerð. Engar brýr á Laxá,
Giljá og Hnausakvísl. Vegir engir aðrir en götutroðningar sem
myndast höfðu í móa og mel af hestum, sem teymdir höfðu verið
öldum saman eftir sömu slóðum. Nú tengir vegakerfið saman sveitir
og kaupstaði og landsfjórðunga. Bílar þjóta um landið fram og aftur
með fólk og flutning. Klyfjaflutningur er að mestu leyti horfinn. Brátt
10