Húnavaka - 01.05.1983, Page 148
146
HÚNAVAKA
heyrir hann aðeins sögunni til sem táknrænt dæmi um örðuga lífs-
baráttu fátækrar þjóðar, sem öldum saman var í bóndabeygju útlends
valds.
(Skráð 1944.)
þáttur af mAna.
Svá er sagt, at Friðrekr biskup hafi skírt þann mann, er Máni hét, ok fvrir því, at
hann helt helga trú með mörgum manndygðum ok góðlifnaði, var hann kallaðr
Máni hinn kristni; hann bjó i Holti á Kólgumýrum; hann gerði þar kirkju. 1 þeiri
kirkju þjónaði hann Guði bæði nætr ok daga með helgum bænum ok ölmusugerðum,
er hann veitti margháttaðar fátækum mönnum. Hann átti veiðistöð í á þeiri, er þaðan
er skamt i brottu, þar sem enn i dag heitir af hans nafni Mánafors, því at á nökkurum
tima, þá er hallæri var mikit ok sultr, hafði hann ekki til að fæða hungraða; þá fór
hann til árinnar ok hafði þar nóga laxveiði í hylnum undir forsinum. Þessa laxveiði
gaf hann undir kirkjuna í Holti, ok segir Gunnlaugr munkr, at sú veir hafi þar jafnan
síðan til Iegit. Hjá þeiri kirkju sér enn merki, at hann hefir bygt svá sem einsetumaðr,
því svá sem hann var fjarlægr flestum mönnum þann tima í hugskotinu, svá vildi
hann ok at likamligri samvistu firrast alþýðu-þys, þvi at við kirkjugarðinn sér, at verit
hefir garðhverfa nökkur, er segir at hann hafi unnit á heyverk á sumrum til þess at
fóðra við eina kú, þá er hann fæddist við, því hann vildi afla sér atvinnu með erfiði
eiginlegra handa, heldur enn samneyta heiðingjum, þeim er hann hötuðu, ok heitir
þar síðan (Mánatóftir eðr) Mánagerði.
Ur Islendingaþáttum.
ÚR LÝSINGU HJALTABAKKASÓKNAR 1873.
Siðferði manna er eigi vont að kalla. Þó ber á ofdrykkju meir en skvldi. Uppeldi
æskulýðsins er ófullkomið og reglulitið. Sjálfræði fer í vöxt. Hér vantar bæði margt
nauðsynlegt nám og eins lífgandi skemmtanir.
Sr. Páll Sigurðsson.