Húnavaka - 01.05.1983, Page 166
164
HÚNAVAKA
mundur er þá þegar farinn að taka þátt í umræðum á aðalfundum og
bændanámskeiðum Ræktunarfélags Norðurlands. Hafði hann þá
nokkru áður lokið námi við Bændaskólann á Hólum.
Það síðasta, sem ég hef séð á prenti eftir Guðmund er grein í 24. tbl.
Freys í vetur er leið. Segir hann þar frá ferð til Grænlands er hann fór
í fyrra sumar, þá tæpra 87 ára gamall. Á því skrifi eru engin ellimörk.
Honum var íslensk tunga kær, enda hafði hann tamið sér að beita
henni fimlega bæði í ræðu og riti.
Guðmundur skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit og flutti á
tímabili alloft erindi í útvarp. Ræða hans var glögg og beinskeytt enda
var maðurinn fljúgandi greindur. Ég minnist þess að Guðmundur
vakti eitt sinn athygli á því í útvarpinu á fyrstu árum loðnuveiðanna
hér við land hve illan enda það fengi ef haldið yrði áfram uppteknum
hætti við að ausa þessum fiski upp úr sjónum af svo miklu hófleysi og
gírugheitum sem raun bar vitni. Reyndist Guðmundur þar framsýnn
sem oftar og ber þetta dæmi vitni um glöggskyggni hans og einurð.
Ævistarf Guðmundar Jósafatssonar var við landbúnað. Fyrst hjá
föður sínum, síðar sem sjálfseignarbóndi, en jafnframt trúnaðarmaður
Búnaðarfélags Islands og héraðsráðunautur um skeið og loks síðasta
tímabil starfsævinnar sem starfsmaður Búnaðarfélags Islands.
Hann lauk búfræðiprófi frá Hólum árið 1917 og hugði á fram-
haldsnám í landbúnaði erlendis, þó atvikin höguðu því á annan veg.
Guðmundur bjó mannsaldur á eignarjörð sinni, Austurhlíð í
Blöndudal, ásamt lífsförunaut sínum, Sigurlaugu Þorláksdóttur. Þau
eignuðust einn son, Auðunn Jósafat, sem búsettur er í Keflavík. Þeirri
jörð breyttu þau úr kotbýli í góðbýli með þrotlausri elju og dugnaði.
Áður en það yrði hafði Guðmundur ásamt með föður sínum breytt
Brandsstöðum í stórbýli.
Guðmundi voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir byggð sína og sam-
félag, enda var hann bæði ötull og velvirkur og samviskusamur.
Hann var formaður safnaðarstjórnar Bergsstaðakirkju 1920-1961.
Endurskoðandi sveitarsjóðs Bólstaðarhlíðarhrepps 1920-1954. Trún-
aðarmaður Búnaðarfélags Islands í A-Hún. 1940-1954 og einnig í
V-Hún. 1946-1952. Héraðsráðunautur í A-Hún. 1953. Hjá Búnaðar-
félagi Islands vann hann á veturna 1953-1960 en var við búskap á
sumrin. Guðmundur brá búi 1961 er kona hans lést og seldi þá jörðina,
en því fór fjarri að hann settist í helgan stein því eftir það var hann